Vilja rannsókn á ákæru- og dómsvaldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz ásamt hinum fræga Leirfinni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að kanna starfshætti ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er í lokavinnslu á Alþingi. Samkvæmt greinargerð með tillögunni er tilgangur hennar að „fá loksins skiljanlegan botn í hin gömlu Guðmundar- og Geirfinnsmál með rannsókn á mögulegri misbeitingu valds og ólögmætum aðferðum, þeim veigamiklu þáttum sem réttarkerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoðunar.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helga Vala Helgadóttir, en samflokksmenn hennar í Samfylkingunni flytja málið með henni. Í tillögunni er lagt til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, „sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Nefndin kanni hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfsháttum ákæruvalds og lögreglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz.“ Í greinargerð með tillögunni eru tiltekin nokkur dæmi sem flutningsmenn telja að rannsaka þurfi nánar; svo sem ítrekuð brot á réttarfarsreglum, fjarvistarsannanir sem ekki voru kannaðar og fölsuð gögn sem lögð voru fram í sakadómi. Flutningsmenn nefna einnig síðari tíma dæmi af aðdraganda endurupptökunnar. Vísað er til gagna um meinta refsiverða háttsemi rannsakenda sem endurupptökunefnd er sögð hafa stungið undir stól en nefndin féllst ekki á að refsiverð háttsemi starfsmanna réttarkerfisins væri grundvöllur endurupptöku. Þetta þurfi að rannsaka. Þá er einnig lögð áhersla á að rannsaka þurfi sérstaklega mögulegan þátt rannsakenda í því að þrjú ungmennanna, sem sakfelld voru á sínum tíma, báru sakir á svokallaða Klúbbmenn. En þau hafa enn ekki verið sýknuð af þeim röngu sakargiftum sem þau voru sakfelld fyrir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að kanna starfshætti ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er í lokavinnslu á Alþingi. Samkvæmt greinargerð með tillögunni er tilgangur hennar að „fá loksins skiljanlegan botn í hin gömlu Guðmundar- og Geirfinnsmál með rannsókn á mögulegri misbeitingu valds og ólögmætum aðferðum, þeim veigamiklu þáttum sem réttarkerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoðunar.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helga Vala Helgadóttir, en samflokksmenn hennar í Samfylkingunni flytja málið með henni. Í tillögunni er lagt til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, „sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Nefndin kanni hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfsháttum ákæruvalds og lögreglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz.“ Í greinargerð með tillögunni eru tiltekin nokkur dæmi sem flutningsmenn telja að rannsaka þurfi nánar; svo sem ítrekuð brot á réttarfarsreglum, fjarvistarsannanir sem ekki voru kannaðar og fölsuð gögn sem lögð voru fram í sakadómi. Flutningsmenn nefna einnig síðari tíma dæmi af aðdraganda endurupptökunnar. Vísað er til gagna um meinta refsiverða háttsemi rannsakenda sem endurupptökunefnd er sögð hafa stungið undir stól en nefndin féllst ekki á að refsiverð háttsemi starfsmanna réttarkerfisins væri grundvöllur endurupptöku. Þetta þurfi að rannsaka. Þá er einnig lögð áhersla á að rannsaka þurfi sérstaklega mögulegan þátt rannsakenda í því að þrjú ungmennanna, sem sakfelld voru á sínum tíma, báru sakir á svokallaða Klúbbmenn. En þau hafa enn ekki verið sýknuð af þeim röngu sakargiftum sem þau voru sakfelld fyrir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00
Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32