Vilja rannsókn á ákæru- og dómsvaldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Rannsóknarlögreglumaðurinn Karl Schütz ásamt hinum fræga Leirfinni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að kanna starfshætti ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er í lokavinnslu á Alþingi. Samkvæmt greinargerð með tillögunni er tilgangur hennar að „fá loksins skiljanlegan botn í hin gömlu Guðmundar- og Geirfinnsmál með rannsókn á mögulegri misbeitingu valds og ólögmætum aðferðum, þeim veigamiklu þáttum sem réttarkerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoðunar.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helga Vala Helgadóttir, en samflokksmenn hennar í Samfylkingunni flytja málið með henni. Í tillögunni er lagt til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, „sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Nefndin kanni hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfsháttum ákæruvalds og lögreglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz.“ Í greinargerð með tillögunni eru tiltekin nokkur dæmi sem flutningsmenn telja að rannsaka þurfi nánar; svo sem ítrekuð brot á réttarfarsreglum, fjarvistarsannanir sem ekki voru kannaðar og fölsuð gögn sem lögð voru fram í sakadómi. Flutningsmenn nefna einnig síðari tíma dæmi af aðdraganda endurupptökunnar. Vísað er til gagna um meinta refsiverða háttsemi rannsakenda sem endurupptökunefnd er sögð hafa stungið undir stól en nefndin féllst ekki á að refsiverð háttsemi starfsmanna réttarkerfisins væri grundvöllur endurupptöku. Þetta þurfi að rannsaka. Þá er einnig lögð áhersla á að rannsaka þurfi sérstaklega mögulegan þátt rannsakenda í því að þrjú ungmennanna, sem sakfelld voru á sínum tíma, báru sakir á svokallaða Klúbbmenn. En þau hafa enn ekki verið sýknuð af þeim röngu sakargiftum sem þau voru sakfelld fyrir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar til að kanna starfshætti ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er í lokavinnslu á Alþingi. Samkvæmt greinargerð með tillögunni er tilgangur hennar að „fá loksins skiljanlegan botn í hin gömlu Guðmundar- og Geirfinnsmál með rannsókn á mögulegri misbeitingu valds og ólögmætum aðferðum, þeim veigamiklu þáttum sem réttarkerfið hefur aldrei treyst sér til að taka til skoðunar.“ Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Helga Vala Helgadóttir, en samflokksmenn hennar í Samfylkingunni flytja málið með henni. Í tillögunni er lagt til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, „sem geri sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Nefndin kanni hvort og þá hvaða meinbugir voru á starfsháttum ákæruvalds og lögreglu við meðferð málanna sem og málsmeðferð fyrir dómi. Rannsóknin taki einnig til aðkomu þýska rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz.“ Í greinargerð með tillögunni eru tiltekin nokkur dæmi sem flutningsmenn telja að rannsaka þurfi nánar; svo sem ítrekuð brot á réttarfarsreglum, fjarvistarsannanir sem ekki voru kannaðar og fölsuð gögn sem lögð voru fram í sakadómi. Flutningsmenn nefna einnig síðari tíma dæmi af aðdraganda endurupptökunnar. Vísað er til gagna um meinta refsiverða háttsemi rannsakenda sem endurupptökunefnd er sögð hafa stungið undir stól en nefndin féllst ekki á að refsiverð háttsemi starfsmanna réttarkerfisins væri grundvöllur endurupptöku. Þetta þurfi að rannsaka. Þá er einnig lögð áhersla á að rannsaka þurfi sérstaklega mögulegan þátt rannsakenda í því að þrjú ungmennanna, sem sakfelld voru á sínum tíma, báru sakir á svokallaða Klúbbmenn. En þau hafa enn ekki verið sýknuð af þeim röngu sakargiftum sem þau voru sakfelld fyrir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00 Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Segir ríkið hafna nútímavísindum til þess að „fara sem verst með sakborningana“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar sem stefnt hefur ríkinu til greiðslu bóta með dráttarvöxtum upp á 1,3 milljarða króna, segir ríkislögmann ekki vera sjálfstæða stofnun. 22. september 2019 18:00
Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1990. 22. september 2019 11:39
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32