Að mæla velsæld þjóðar Davíð Stefánsson skrifar 23. september 2019 07:00 Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs. En efnahagur er ekki það eina sem skiptir máli. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við og alþjóðastofnanir horfa í æ ríkari mæli á stærri mynd og reyna að dýpka skilning á velsæld þegnanna. Í síðustu viku var kynnt merkilegt starf sem unnið hefur verið undir forystu forsætisráðuneytisins, þar sem skoðuð var velsæld almennings með því að horfa á þætti eins og heilsu, félagsauð og umhverfið sem mælikvarða á lífsgæði en ekki eingöngu hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem gjarnan er gert. Kynntar voru tillögur að mælikvörðum til að meta hagsæld og lífsgæði landsmanna og skiptast þeir í þrennt: Í fyrsta lagi félagslega þætti með áherslu á heilsu, menntun, félagsauð, öryggi og jafnvægi í leik og starfi. Í öðru lagi efnahagslega þætti með áherslu á atvinnu, hagkerfið, húsnæði og tekjur. Og í þriðja lagi umhverfisþætti á borð við loftgæði, loftslag, landnotkun, orku, úrgang og endurvinnslu. Út frá þessu hafa síðan verið greindir 39 mælikvarðar á velsæld og lífsgæði Íslendinga. Þar er horft til þess hvernig fólki líður, heilbrigðis, húsnæðis, hvernig tengsl fólks við aðra eru og hvort fólk hafi yfir höfuð tíma fyrir sjálft sig, fjölskyldu og áhugamál. Þá sé metið hvernig gæði samfélagsins skiptast milli íbúanna og hvaða áhrif aukin framleiðsla og vöxtur hefur á umhverfið. Að mæla velsæld er varla markmið í sjálfu sér. Samandregið ætti þetta, ásamt hefðbundnum hagsældarmælingum, að gefa betri sýn á lífsgæði á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnvöldum að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og styðja við stefnumótun og ákvarðanatöku. Vonandi skila þessar tillögur sér einnig inn í stjórnmálaumræðuna. Með meiri skilningi á velmegun og félagslegum framförum er hægt að tryggja betur og auka velsæld allra í samfélaginu. Athygli vekur, þegar skoðuð eru skrif um þessa mælikvarða, sá skortur sem er á upplýsingum hér á landi um félagsauð og samspil vinnu og einkalífs. Úr því þarf nauðsynlega að bæta. Þessar tillögur að mælikvörðum á velsæld þjóðar eru komnar í samráðsgátt stjórnvalda. Þær byggja á starfi sem ber að hrósa fyrir.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun