Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2019 13:45 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri Eflingar sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að það hafi verið athugasemdir Kristjönu og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina Viðar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi.Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að enginn fótur sé fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og séu þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan. Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að félagið hafi í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt. Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar, ritar undir yfirlýsingunna. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild:Yfirlýsing vegna ósannra fullyrðingaFjölmiðlar birtu í gærkvöldi, 22. september 2019, yfirlýsingu frá Kristjönu Valgeirsdóttur þar sem bornar eru upp ósannar fullyrðingar um starfsemi og starfsfólk Eflingar.Áréttað er að Efling hefur í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt.Að ósk Kristjönu fjallaði stjórn Eflingar um kröfu lögmanns hennar um starfslokagreiðslur sem fólu í sér að Kristjana fengi full laun fram að eftirlaunaaldri eða í þrjú og hálft ár. Kostnaður við slíkar starfslokagreiðslur hefði varlega áætlað hlaupið á 40-50 milljónum króna. Stjórn Eflingar taldi þessar kröfur úr öllu hófi og var þeim því hafnað. Stjórn félagsins áréttaði um leið að Efling mun að sjálfsögðu virða réttindi Kristjönu samkvæmt ráðningarsamningi, kjarasamningi og lögum. Efling hefur nálgast málið í samræmi við þá afstöðu stjórnar og virt í einu og öllu réttindi hennar.Vegna ummæla Kristjönu, sem skilja má sem svo að hún hafi haft uppi athugasemdir við stjórnendur félagsins um ósamþykkt fjárútlát, vill Efling taka fram að enginn stjórnandi eða starfsmaður á skrifstofu Eflingar hefur svo vitað sé móttekið slíkar athugasemdir. Fjárútlát félagsins og rekstur er í fullu samræmi við reglur félagsins og eru einstakir kostnaðarliðir lagðir fyrir stjórn til samþykktar eftir því sem við á. Enginn fótur er fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og eru þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan.F.h. skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri Eflingar sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að það hafi verið athugasemdir Kristjönu og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina Viðar Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi.Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að enginn fótur sé fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og séu þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan. Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að félagið hafi í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt. Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar, ritar undir yfirlýsingunna. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild:Yfirlýsing vegna ósannra fullyrðingaFjölmiðlar birtu í gærkvöldi, 22. september 2019, yfirlýsingu frá Kristjönu Valgeirsdóttur þar sem bornar eru upp ósannar fullyrðingar um starfsemi og starfsfólk Eflingar.Áréttað er að Efling hefur í einu og öllu virt réttindi starfsmanna sinna samkvæmt ráðningarsamningum, kjarasamningum og lögum. Efling hefur hins vegar ekki viljað fallast á kröfur um greiðslur úr sjóðum félagsins, á kostnað félagsmanna, sem eru langt umfram það sem telst heimilt eða eðlilegt.Að ósk Kristjönu fjallaði stjórn Eflingar um kröfu lögmanns hennar um starfslokagreiðslur sem fólu í sér að Kristjana fengi full laun fram að eftirlaunaaldri eða í þrjú og hálft ár. Kostnaður við slíkar starfslokagreiðslur hefði varlega áætlað hlaupið á 40-50 milljónum króna. Stjórn Eflingar taldi þessar kröfur úr öllu hófi og var þeim því hafnað. Stjórn félagsins áréttaði um leið að Efling mun að sjálfsögðu virða réttindi Kristjönu samkvæmt ráðningarsamningi, kjarasamningi og lögum. Efling hefur nálgast málið í samræmi við þá afstöðu stjórnar og virt í einu og öllu réttindi hennar.Vegna ummæla Kristjönu, sem skilja má sem svo að hún hafi haft uppi athugasemdir við stjórnendur félagsins um ósamþykkt fjárútlát, vill Efling taka fram að enginn stjórnandi eða starfsmaður á skrifstofu Eflingar hefur svo vitað sé móttekið slíkar athugasemdir. Fjárútlát félagsins og rekstur er í fullu samræmi við reglur félagsins og eru einstakir kostnaðarliðir lagðir fyrir stjórn til samþykktar eftir því sem við á. Enginn fótur er fyrir ásökun Kristjöun um ósamþykktar greiðslur úr sjóðum félagsins og eru þær með öllu úr lausu lofti gripnar. Efling harmar að gripið sé með þessum hætti til ósanninda í því skyni að reyna að þvinga fram óeðlilegar starfslokagreiðslur eins og lýst er hér að ofan.F.h. skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Sólveig Anna segir sína hlið málsins: „Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt Facebook-færslu þar sem hún fer yfir sína hlið vegna uppsagnar fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar sem skrifaði undir starfslokasamning skömmu eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður félagsins. 21. september 2019 14:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00
Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. 22. september 2019 13:00
Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12