Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en samt aldrei mælst minni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2019 14:12 Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson eru varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Með þeim á mynd er Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30
Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45
Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05