Kona utan garðs Hanna Katrín Friðriksson skrifar 24. september 2019 07:00 Geirfinns- og Guðmundarmálið kallar enn fram allt hið versta. Grimmileg málsvörn ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar veldur undrun og hneykslan. Með skipan sáttanefndar var ríkið búið að viðurkenna bótarétt sinn. Eina sem út af stendur er upphæð bóta. Ekki hvernig fyrningarreglur voru fyrir áratugum og sannarlega ekki hvort Guðjón geti sjálfum sér um kennt. Málinu getur þó ekki lokið með sáttagreiðslum til þeirra sem loks voru sýknaðir sl. haust. Eina konan í málinu liggur enn óbætt hjá garði. Erla Bolladóttir fékk mál sitt ekki tekið upp, en var þó sannarlega í hópi ungmennanna sem máttu þola fordæmalaust harðræði af hálfu kerfisins. Erla bar sakir á saklausa menn, um það er ekki deilt. Sá framburður hennar varð til þess að þeir máttu þola langt og erfitt gæsluvarðhald og sú reynsla hefur án nokkurs vafa verið afar þungbær. Við vitum öll að það er ekkert að marka framburð sem fenginn er fram með því harðræði sem ungmennin þurftu að þola. Þeim andlegu og líkamlegu pyntingum sem þau voru beitt. Dómstólar viðurkenna þau sannindi líka. Hvers vegna eiga þau ekki við um framburð og þar með brot Erlu Bolladóttur? Erla Bolladóttir var ung móðir nokkurra vikna stúlkubarns þegar hún var hneppt í varðhald. Líkamlega sem andlega hefur það haft áhrif á þol hennar og styrk. Henni var haldið í stöðugum ótta við að barnið yrði tekið af henni ef framburður hennar yrði ekki þóknanlegur. Sú var sérstaða Erlu í þessu ömurlega máli. Það kemur ekkert á óvart að áður fyrr hafi enginn tekið tillit til sérstöðu kornungu móðurinnar með nýfædda barnið. Sem sagði allt sem ætlast var til af henni til að reyna að losna, hversu óraunhæf sem sú von hennar var. En við vitum betur núna. Við vitum að Erla átti aldrei möguleika. Ekki í því andrúmslofti sem þá ríkti. Erum við enn þar?Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Geirfinns- og Guðmundarmálið kallar enn fram allt hið versta. Grimmileg málsvörn ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar veldur undrun og hneykslan. Með skipan sáttanefndar var ríkið búið að viðurkenna bótarétt sinn. Eina sem út af stendur er upphæð bóta. Ekki hvernig fyrningarreglur voru fyrir áratugum og sannarlega ekki hvort Guðjón geti sjálfum sér um kennt. Málinu getur þó ekki lokið með sáttagreiðslum til þeirra sem loks voru sýknaðir sl. haust. Eina konan í málinu liggur enn óbætt hjá garði. Erla Bolladóttir fékk mál sitt ekki tekið upp, en var þó sannarlega í hópi ungmennanna sem máttu þola fordæmalaust harðræði af hálfu kerfisins. Erla bar sakir á saklausa menn, um það er ekki deilt. Sá framburður hennar varð til þess að þeir máttu þola langt og erfitt gæsluvarðhald og sú reynsla hefur án nokkurs vafa verið afar þungbær. Við vitum öll að það er ekkert að marka framburð sem fenginn er fram með því harðræði sem ungmennin þurftu að þola. Þeim andlegu og líkamlegu pyntingum sem þau voru beitt. Dómstólar viðurkenna þau sannindi líka. Hvers vegna eiga þau ekki við um framburð og þar með brot Erlu Bolladóttur? Erla Bolladóttir var ung móðir nokkurra vikna stúlkubarns þegar hún var hneppt í varðhald. Líkamlega sem andlega hefur það haft áhrif á þol hennar og styrk. Henni var haldið í stöðugum ótta við að barnið yrði tekið af henni ef framburður hennar yrði ekki þóknanlegur. Sú var sérstaða Erlu í þessu ömurlega máli. Það kemur ekkert á óvart að áður fyrr hafi enginn tekið tillit til sérstöðu kornungu móðurinnar með nýfædda barnið. Sem sagði allt sem ætlast var til af henni til að reyna að losna, hversu óraunhæf sem sú von hennar var. En við vitum betur núna. Við vitum að Erla átti aldrei möguleika. Ekki í því andrúmslofti sem þá ríkti. Erum við enn þar?Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun