Íslandspóstur selur annað dótturfélag Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2019 13:05 Uppstokkun Póstsins heldur áfram. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“ Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Íslandspóstur ohf. hefur í dag selt allan hlut sinn í Frakt flutningsmiðlun ehf. en Pósturinn hefur átt 62,5% í fyrirtækinu frá því í lok árs 2010. Söluverðið er trúnaðarmál en kaupandinn er félagið Ora ehf., sem er í eigu Arnars Bjarnasonar. Hann er framkvæmdastjóri Fraktar og hafði áður átt 30 prósent hlut í félaginu á móti Póstinum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandspósti og bætt við að salan muni ekki hafa veruleg áhrif á fjárhag og reksturs Póstsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að ráðast í söluna, enda „mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts,“ eins og Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, kemst að orði. Þar að auki hafi lítil samlegð verið á milli Fraktar og Íslandspóst. Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins. Salan er sögð hluti af endurskipulagningu Póstsins, en ekki eru nema 12 dagar síðan að fyrirtækið auglýsti að allt hlutafé Íslandspóst í dótturfélagi sínu Samskiptum til sölu. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Uppstokkun Póstsins hefur jafnframt haft áhrif á fjölda stöðugilda hjá félaginu. Þannig var 43 starfsmönnum Íslandspósts sagt upp fyrir um mánuði síðan. „Pósturinn fjárfesti í Frakt þegar aðrar aðstæður voru á markaði sem og aðrar áherslur í rekstri fyrirtækisins, það má því segja að þetta verkefni sé barn síns tíma. Það sama má segja um nokkur önnur dótturfélög okkar en við erum nú með nær öll dótturfélög Íslandspósts í söluferli,“ segir Birgir. „Það lá beinast við að ganga til samninga við meðeigendur okkar um kaup þeirra á okkar hlut og nú hefur það orðið niðurstaðan.“
Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. 12. september 2019 09:15