Konurnar sem eiga að bjarga jörðinni Valgerður Árnadóttir skrifar 24. september 2019 17:23 Til að bjarga jörðinni þurfum við að rísa upp og taka á honum stóra okkar. Samkvæmt könnunum eru fleiri konur en karlar umhverfisverndarsinnar, þær taka frekar ábyrgð á neyslu sinni og lífsstíl og láta frekar í sér heyra varðandi umhverfismál en karlar. Nýjasta og augljósasta dæmið er Greta Thunberg, hún ögrar núverandi kerfinu svo að forseta Bandaríkjanna finnst ástæða til að hæðast að henni. Okkur hefur verið kennt að umhverfisvernd sé ekkert sérstaklega karlmannleg. Virkjanir, stóriðja, flugvélar, skip og steikur eru karlmannlegar, að valta yfir aðra er karlmannlegt, að slást, að stríða, að gera grín að konum og hommum, það er karlmannlegt. Konur eru veikgeðja, þær mega ekkert aumt sjá, þær fara á túr og ímynda sér allskonar krankleika sem ekkert er til í. Konur „finna eitthvað á sér“ en karlar koma og segja þeim að það sé ímyndun. Kona sem gengur með barn finnur á sér þegar eitthvað er rangt, ef þú talar við konu sem hefur lent í vandræðum á meðgöngu eða í fæðingu og hún hefur verið að segja frá því að það sé eitthvað að, að það þurfi að hjálpa henni, þá er mjög oft sem það fylgir sögunni að ekki var á hana hlustað og eitthvað hafi í kjölfarið farið úrskeiðis. Í gamla daga var virðing borin fyrir því sem „konur fundu á sér“, ljósmæður og jurtalæknar voru afar vitrar konur sem þróuðu ýmis meðul og lækningar sem síðar skiluðu sér í læknavísindin sem vestrænir læknar byggja nú á. En með uppgangi feðraveldis þá ógnuðu þessar konur þeirri hugmyndafræði sem feðraveldið byggir á og þær voru kallaðar nornir og galdrakerlingar og þeim átti að útrýma, þær voru pyntaðar og drepnar í hundruðum þúsundavís. Fólki finnst nornaveiðar miðalda fáránlegar í dag en um leið og konur stíga fram þá er þó að þeim vegið, metoo-byltingin opnaði augu margra en mótlætið varð á sama tíma skæðara og stríð á hendur konum háð fyrir opnum tjöldum. Valdamestu þjóðarleiðtogar heims fara ekkert í felur með það að hata konur, homma og útlendinga eins og Trump, Bolsonaro, Putin, Duterte og nú síðast Boris Johnson. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma og konur berjast fyrir jafnrétti þá eiga þær að líka að berjast fyrir umhverfinu, það er engu líkara en að ábyrgð þess að koma þeim skilaboðum til fólks að það megi ekki berja, nauðga og níðast á konum eigi einnig við um náttúruna, af því að „konum er annt um svona hluti“. Hvaða kona hefur ekki heyrt frá karli þegar hann er að fría sig ábyrgð á heimilisstörfum að fyrst henni sé svona annt um að það sé hreint þá geti hún gert það sjálf eða að „hún hafi meiri áhuga á því“. Nei þið fríið ykkur ekki ábyrgð svona létt. Jafnrétti er það eina sem mun koma á friði og bjarga jörðinni, án átaks allra mun það ekki takast. Það voru ekki konur sem byggðu það kapítalíska kerfi sem er að ganga frá jörðinni, konur hafa ekki sent menn í stríð, konur hafa ekki látið menn bæla tilfinningar sínar og tengingu við náttúruna og konur komu okkur ekki í þau vandræði sem við erum í núna. Svo ekki ætlast til þess að konur taki til eftir ykkur, það mun ekki takast nema með sameiginlegu átaki að breyta þessu. Við fundum nafn yfir þá hugmyndafræði sem þarf til að koma á jafnvægi og við köllum það femínisma, en femínismi gengur út á það að konur séu jafnar á við karlmenn. Að til að þróa kerfi sem virkar í þessum heimi og leysa þann vanda sem við erum komin í þurfum við jafnvægi kynjanna og þar til því er náð þurfum við femínisma. Að geta ekki kallað sig femínista eða umhverfisverndarsinna er ótti, ótti sem feðraveldið hefur innrætt þér. Ótti við að þú viðurkennir að í nútíma samfélagi sé kerfi sem upphefur karla á kostnað kvenna. Ótti við að ef þú viðurkennir að það sé ójöfnuður til staðar sem þarf að laga þá sértu um leið að viðurkenna að þú sért partur af vandamálinu. Svona eins og þegar þú ert föst/fastur í bíl í umferðarteppu að bölva umferðinni. Í því felst nefnilega að þú þurfir að taka ábyrgð á því að ögra kerfinu sem hefur verið til staðar í hundruð ára, kerfi sem kallast feðraveldi, kerfi sem kallast kapítalismi, kerfi sem hefur búið til ójöfnuð og sundrungu meðal karla og kvenna, kerfi sem hefur rænt þig það sem er fallegt og gott, rænt þig kærleika, öryggi, samkennd og virðingu. Kerfi sem umfram allt leyfir þér ekki að vera þú, alveg sama af hvaða kyni þú ert. Með því að afneita vandamálinu þá ertu að gera nákvæmlega það sem “þeir” vilja. Ef þú lítur á móður jörð þá getur þú líka séð hvað feðraveldið/kapítalisminn hefur gert henni, það sama og þeir hafa gert konum. Útkoman er slæm fyrir alla, konur og menn eru úr jafnvægi, jörðin er úr jafnvægi, áhrifin bitna á öllum og öllu. Það er kominn tími til að karlar taki undir með konum og segi „Fokkið ykkur, ég mun ekki gera það sem þið sögðuð mér að gera!“ vegna þess að framtíð mannkyns veltur á því. Það felst hugrekki í því að viðurkenna að man hafi haft rangt fyrir sér og gera betur. Það þarf núna sem aldrei fyrr. Gerum þetta saman.Höfundur er umhverfisverndarsinni og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Til að bjarga jörðinni þurfum við að rísa upp og taka á honum stóra okkar. Samkvæmt könnunum eru fleiri konur en karlar umhverfisverndarsinnar, þær taka frekar ábyrgð á neyslu sinni og lífsstíl og láta frekar í sér heyra varðandi umhverfismál en karlar. Nýjasta og augljósasta dæmið er Greta Thunberg, hún ögrar núverandi kerfinu svo að forseta Bandaríkjanna finnst ástæða til að hæðast að henni. Okkur hefur verið kennt að umhverfisvernd sé ekkert sérstaklega karlmannleg. Virkjanir, stóriðja, flugvélar, skip og steikur eru karlmannlegar, að valta yfir aðra er karlmannlegt, að slást, að stríða, að gera grín að konum og hommum, það er karlmannlegt. Konur eru veikgeðja, þær mega ekkert aumt sjá, þær fara á túr og ímynda sér allskonar krankleika sem ekkert er til í. Konur „finna eitthvað á sér“ en karlar koma og segja þeim að það sé ímyndun. Kona sem gengur með barn finnur á sér þegar eitthvað er rangt, ef þú talar við konu sem hefur lent í vandræðum á meðgöngu eða í fæðingu og hún hefur verið að segja frá því að það sé eitthvað að, að það þurfi að hjálpa henni, þá er mjög oft sem það fylgir sögunni að ekki var á hana hlustað og eitthvað hafi í kjölfarið farið úrskeiðis. Í gamla daga var virðing borin fyrir því sem „konur fundu á sér“, ljósmæður og jurtalæknar voru afar vitrar konur sem þróuðu ýmis meðul og lækningar sem síðar skiluðu sér í læknavísindin sem vestrænir læknar byggja nú á. En með uppgangi feðraveldis þá ógnuðu þessar konur þeirri hugmyndafræði sem feðraveldið byggir á og þær voru kallaðar nornir og galdrakerlingar og þeim átti að útrýma, þær voru pyntaðar og drepnar í hundruðum þúsundavís. Fólki finnst nornaveiðar miðalda fáránlegar í dag en um leið og konur stíga fram þá er þó að þeim vegið, metoo-byltingin opnaði augu margra en mótlætið varð á sama tíma skæðara og stríð á hendur konum háð fyrir opnum tjöldum. Valdamestu þjóðarleiðtogar heims fara ekkert í felur með það að hata konur, homma og útlendinga eins og Trump, Bolsonaro, Putin, Duterte og nú síðast Boris Johnson. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma og konur berjast fyrir jafnrétti þá eiga þær að líka að berjast fyrir umhverfinu, það er engu líkara en að ábyrgð þess að koma þeim skilaboðum til fólks að það megi ekki berja, nauðga og níðast á konum eigi einnig við um náttúruna, af því að „konum er annt um svona hluti“. Hvaða kona hefur ekki heyrt frá karli þegar hann er að fría sig ábyrgð á heimilisstörfum að fyrst henni sé svona annt um að það sé hreint þá geti hún gert það sjálf eða að „hún hafi meiri áhuga á því“. Nei þið fríið ykkur ekki ábyrgð svona létt. Jafnrétti er það eina sem mun koma á friði og bjarga jörðinni, án átaks allra mun það ekki takast. Það voru ekki konur sem byggðu það kapítalíska kerfi sem er að ganga frá jörðinni, konur hafa ekki sent menn í stríð, konur hafa ekki látið menn bæla tilfinningar sínar og tengingu við náttúruna og konur komu okkur ekki í þau vandræði sem við erum í núna. Svo ekki ætlast til þess að konur taki til eftir ykkur, það mun ekki takast nema með sameiginlegu átaki að breyta þessu. Við fundum nafn yfir þá hugmyndafræði sem þarf til að koma á jafnvægi og við köllum það femínisma, en femínismi gengur út á það að konur séu jafnar á við karlmenn. Að til að þróa kerfi sem virkar í þessum heimi og leysa þann vanda sem við erum komin í þurfum við jafnvægi kynjanna og þar til því er náð þurfum við femínisma. Að geta ekki kallað sig femínista eða umhverfisverndarsinna er ótti, ótti sem feðraveldið hefur innrætt þér. Ótti við að þú viðurkennir að í nútíma samfélagi sé kerfi sem upphefur karla á kostnað kvenna. Ótti við að ef þú viðurkennir að það sé ójöfnuður til staðar sem þarf að laga þá sértu um leið að viðurkenna að þú sért partur af vandamálinu. Svona eins og þegar þú ert föst/fastur í bíl í umferðarteppu að bölva umferðinni. Í því felst nefnilega að þú þurfir að taka ábyrgð á því að ögra kerfinu sem hefur verið til staðar í hundruð ára, kerfi sem kallast feðraveldi, kerfi sem kallast kapítalismi, kerfi sem hefur búið til ójöfnuð og sundrungu meðal karla og kvenna, kerfi sem hefur rænt þig það sem er fallegt og gott, rænt þig kærleika, öryggi, samkennd og virðingu. Kerfi sem umfram allt leyfir þér ekki að vera þú, alveg sama af hvaða kyni þú ert. Með því að afneita vandamálinu þá ertu að gera nákvæmlega það sem “þeir” vilja. Ef þú lítur á móður jörð þá getur þú líka séð hvað feðraveldið/kapítalisminn hefur gert henni, það sama og þeir hafa gert konum. Útkoman er slæm fyrir alla, konur og menn eru úr jafnvægi, jörðin er úr jafnvægi, áhrifin bitna á öllum og öllu. Það er kominn tími til að karlar taki undir með konum og segi „Fokkið ykkur, ég mun ekki gera það sem þið sögðuð mér að gera!“ vegna þess að framtíð mannkyns veltur á því. Það felst hugrekki í því að viðurkenna að man hafi haft rangt fyrir sér og gera betur. Það þarf núna sem aldrei fyrr. Gerum þetta saman.Höfundur er umhverfisverndarsinni og femínisti.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun