Metnaðarfull aðgerðaráætlun í jarðarmálum Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessi þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu. Tillagan rímar því vel við markmið ríkisstjórnarinnar um að finna leiðir til að setja skilyrði um kaup á landi út frá byggðarsjónarmiðum og umgengni um auðlindir.Miklir almannahagsmunir í húfi Það er ekki ofsögum sagt að land er takmörkuð auðlind. Það á við um landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn. Landi geta fylgt verðmætar auðlindir á borð við veiði- og vatnsréttindi. Þess vegna geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og hverri annarri fasteign. Með því að samhæfa lög, reglur og verklag geta stjórnvöld markað skýra stefnu í ráðstöfun lands nú og til framtíðar. Flutningsmenn tillögunnar leggja m.a. til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr, t.d. vegna landbúnaðar, menningarverðmæta og náttúruverndar. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins. Erlendar fyrirmyndir Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir hérlendis með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Meiri skorður eru settar á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti í Danmörku og Noregi en hér á landi. Í Danmörku gildir t.d. sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár þurfa að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að geta eignast fasteignaréttindi í landinu. Ein af tillögum flutningsmanna er að jarðakaup verði leyfisskyld. Þannig yrði hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga. Það hefur ríkt ákveðið kæruleysi í þessum málum síðastliðin ár. Með aðgerðaráætluninni er ætlunin að ráða bót á því.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Jarðakaup útlendinga Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessi þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu. Tillagan rímar því vel við markmið ríkisstjórnarinnar um að finna leiðir til að setja skilyrði um kaup á landi út frá byggðarsjónarmiðum og umgengni um auðlindir.Miklir almannahagsmunir í húfi Það er ekki ofsögum sagt að land er takmörkuð auðlind. Það á við um landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn. Landi geta fylgt verðmætar auðlindir á borð við veiði- og vatnsréttindi. Þess vegna geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og hverri annarri fasteign. Með því að samhæfa lög, reglur og verklag geta stjórnvöld markað skýra stefnu í ráðstöfun lands nú og til framtíðar. Flutningsmenn tillögunnar leggja m.a. til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr, t.d. vegna landbúnaðar, menningarverðmæta og náttúruverndar. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins. Erlendar fyrirmyndir Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir hérlendis með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Meiri skorður eru settar á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti í Danmörku og Noregi en hér á landi. Í Danmörku gildir t.d. sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár þurfa að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að geta eignast fasteignaréttindi í landinu. Ein af tillögum flutningsmanna er að jarðakaup verði leyfisskyld. Þannig yrði hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga. Það hefur ríkt ákveðið kæruleysi í þessum málum síðastliðin ár. Með aðgerðaráætluninni er ætlunin að ráða bót á því.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun