Óplægður akur í fjármögnun fyrirtækja Kári Finnsson skrifar 25. september 2019 07:00 Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Finnsson Tækni Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hröð tækniþróun síðustu ára hefur gert öflun og umsýslu gagna sjálfvirka vegna lántöku einstaklinga. Á stuttum tíma hafa einstaklingar öðlast aukna möguleika þar sem lánsfjármagn er aðgengilegt á skömmum tíma, sem dæmi í gegnum farsíma. En hvað er því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti fengið jafn skjótan aðgang að lánsfjármagni og einstaklingar? Af hverju eru ekki jafn mörg fjártæknifyrirtæki að þjónusta fyrirtæki eins og einstaklinga?Takmörkuð ábyrgð Lánveitingar til fyrirtækja eru alla jafna áhættumeiri en lánveitingar til einstaklinga. Fyrirtæki starfa flest undir takmarkaðri ábyrgð, það þýðir að eigendur eru ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins. Einstaklingar eru persónulega ábyrgir fyrir skuldum sínum og hafa því meiri hvata til að greiða þær upp. Takmörkuð ábyrgð hvetur til þess að einstaklingar geti tekið áhættu í stofnun fyrirtækja án þess að þeir leggi lífsviðurværi sitt undir. Þetta fyrirkomulag ýtir undir að einstaklingar sjái sér hag í að stofna til fyrirtækjareksturs en það eykur áhættuna fyrir lánveitendur. Flókinn rekstur Annað atriði sem greinir lánveitingu til fyrirtækja frá lánveitingu til einstaklinga er að fyrirtækjarekstur er yfirleitt flóknari en rekstur heimilis. Það eru fleiri þættir sem ráða úrslitum þegar kemur að farsælum rekstri fyrirtækja og því gera lánveitendur kröfur um ítarleg gögn um rekstur fyrirtækis áður en þeir heimila lánveitingu. Dæmi um slík gögn er viðskiptaáætlun, ársreikningar, ítarupplýsingar um þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið selur auk upplýsinga um eigendur og stjórnendur. Einnig eru lánveitingar til fyrirtækja hærri og krefjast ítarlegri yfirferðar en einstaklingslán. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju fleiri fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp á sviði lánveitinga til einstaklinga heldur en til fyrirtækja. Í dag eru það helst hefðbundnar bankastofnanir sem veita fyrirtækjum lánsfjármagn. Ákvarðanir um slíkar lánveitingar eru teknar út frá löngu og traustu viðskiptasambandi, yfirleitt með veði í kröfum eða eignum. Þetta fyrirkomulag er enn mjög mannaflsfrekt og krefst ítarlegrar gagnasöfnunar. Tækifæri Ýmis tækifæri eru til staðar til að auðvelda lánveitingu til fyrirtækja. Á sama tíma og fyrirtæki eru flóknari í rekstri þá eru til meiri gögn um þau en einstaklinga. Þar að auki hefur tækniþróun síðustu tveggja áratuga leitt til þess að flest þessara gagna eru aðgengileg með sjálfvirkum hætti, oftar en ekki í gegnum vefþjónustur (API). Vefþjónustur auðvelda gagnaflutninga á milli ólíkra kerfa og gera forriturum kleift að safna saman miklum upplýsingum á örskömmum tíma. Nú þegar er hægt að safna saman upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja, lánshæfi þeirra og greiðsluhegðun til að styðja við ákvörðun um lánveitingu. En einnig er hægt að nýta önnur gögn við slíka ákvarðanatöku. Fjölbreyttar gagnalindir Dæmi eru um að erlend fyrirtæki hafa nýtt fjölbreyttar gagnalindir til að styðja við lánveitingu til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa opnað fyrir aðgang að bókhaldskerfum sínum til að sýna útistandandi kröfur og aðgang þeirra að viðskiptakerfum eins og Amazon og Ebay til að sýna rauntímaupplýsingar um viðskipti. Önnur fyrirtæki hafa opnað á viðskiptamannakerfi sín (CRM) og enn önnur á upplýsingar úr Google Analytics til að gefa mynd af heimsóknum viðskiptavina á vefsvæði fyrirtækja. Svo gæti einnig orðið að fyrirtæki opni í auknum mæli á lánveitingar sem viðbótarþjónustu við núverandi starfsemi. Dæmi um slíkt er nýlegt útspil greiðslumiðlunarfyrirtækisins Stripe. Þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á lán þar sem kjörin markast af sölu þeirra eins og hún endurspeglast í kerfum Stripe. Þannig nýtir Stripe eigin gagnalindir til að liðka fyrir fjármögnun sinna viðskiptavina. Erfitt er að segja til um hvort þessum nýju aðilum takist að takmarka áhættuna nægilega sem felst í lánveitingu til fyrirtækja en það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta svið mun þróast eftir því sem að tækninni fleygir fram.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Creditinfo
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun