Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 12:55 Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. Fréttablaðið/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“ Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“
Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00
Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00