Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2019 17:26 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar. Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála. Líkt og fréttastofa greindi frá í sumar komst dómsmálaráðuneytið að þeirri niðurstöðu í byrjun sumars að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Birni Jóni Bragasyni og Sigurði Kolbeinssyni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni.Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra.Tilgangur bréfanna hafi varðað persónulega hagsmuni Haraldar Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar en ekki hagsmuni embættisins, þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna sem þeir álíta að hafi falið í sér hótanir þeirra garð. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu. Í fyrradag sendi Umboðsmaður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf vegna málsins þar sem segir að Björn Jón og Sigurður telji niðurstöðu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Framkoma ríkislögreglustjóra kalli á áminningu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að ráðuneytið geri grein fyrir því að hvaða marki og hvers vegna það telji að sú háttsemi ríkislögreglustjóra falli ekki undir þau tilvik sem samkvæmt lögum séu tilefni til ámininngar.Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis.Vísir/VilhelmBjörn Jón segir að það verði að hafa einhver eftirmál þegar embættismenn fari fram með þessum hætti. „Þessar tilefnislausu hótanir RLS í minn garð eru auðvitað bara freklegt inngrip í mitt einkaíf og brot á friðhelgi þess og þetta var auðvitað bara tilraun til þöggunar,“ segir Björn Jón. Ráðuneytið hefði átt að áminna hann. „Umboðsmaður er að ganga eftir því við ráðuneytið að það grípi til frekari aðgerða og það verður að hafa eftirmál þegar embættismenn fara fram með þessum hætti,“ segir Björn Jón. „Við getum bara ekki búið við það í réttarríki að embættismenn geti brotið á borgurum án þess að það hafi einhver eftirmál.“ Áslaug Arna segir í samtali við fréttastofu að bréfið hafi borist og sé til skoðunar.
Fjölmiðlar Lögreglan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald. 19. júní 2019 18:30