Ást og hatur á tíma feðraveldisins Arnar Sverrisson skrifar 25. september 2019 19:18 Tíu ár eru umliðin frá andláti Marilyn French (1929-2009), einum afkastmesta kvenfrelsara og rithöfundi eftirstríðsáranna. Sjálf sótti hún innblástur til kyndilbera baráttunnar, hins merka heimspekings og rithöfundar, Simone de Beauvoir (1908-1986). Simone sagði reyndar aldrei ótvírætt, að hún væri kvenfrelsari. T.d. hafði hún að orði: „Við verðum ... að sýna röksemdum kvenfrelsara tortryggni; oft og tíðum tapa röksemdirnar gildi sínu sökum viðleitni þeirra til að efna til deilu.“ Þessi orð má lesa í merkri bók um hið síðra kyn, þ.e. konuna, sem kom út skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldar (Le deuxiéme sexe). Bókin er iðulega kölluð biblía nafntogaðra kvenfrelsara á tuttugustu öldinni - ekki bara Marilyn French, heldur einnig Betty Friedan (1921-2006), sem skrifaði m.a. bókina, Dulúð kvenna (The Feminine Mystique), og Germaine Greer (f. 1939), sem skrifaði m.a. Kvengeldinginn (The Female Eunuch], og margra fleiri kvenfrelsunarhöfunda. Gagnrýni á hjónabandið, eymd og ófullnægjandi kynlíf kvenna er nefndum höfundum afar hugleikið. Simone var eins konar átrúnaðargoð íslenskra kvenfrelsara: „Hún [Simone de Beauvoir] var fyrirmynd og vegvísir án þess að við værum nokkuð að sökkva okkur í verk hennar eða leita þar að hugmyndafræðilegum lausnum. Hún var konan með kyndilinn ... Sem slík hafði hún bein áhrif á íslenska kvennabaráttu á seinni hluta þessarar [þ.e. síðustu] aldar.“ (Irma Erlingsdóttir.) Líklega gerðu frelsarar vorir mistök með því að sökkva sér ekki niður í verk Simone? Það er reyndar ekkert áhlaupsverk eins mótsagnakennt og það er, heimspekilegur skáldskapur um kynin, að mestu byggður á skáldverkum og sjúkrasögum sálkönnuða í samtímanum. Þar er æði margt harla véfréttarlegt, t.d.: „Vanmat kvenmennskunnar var nauðsynlegt skref í þróun mannkynsins.“ ... „Konan var beygð í duftið, blekkt í þeirri trú, að hún væri dýrmæt. Í raun réttri er hún stundargaman, nautn karlinum, hlutur án mikilvægis.“ (Afar sérkennilegt fullyrðing m.a. í ljósi þess, að sjálf var Simone tvíkynhneigð, hafði kynnautn af konum.) Svo lýsir Simone samskiptum kynjanna: „Staðreyndin er sú, að um þessar mundir eru kynin vansæl með hvort annað. En spurningin er, hvort um sé að ræða upprunalegt böl, sem knýr þau til að tæta hvort annað í sig, eða hvort ásteytinguna ... beri að skilja sem hjálíðandi skeið í sögu mannskyns.“ (Það ætla ég svo sannarlega að vona.) Simone hefur glöggt auga fyrir gagnkvæmninni: Ásteyting [kynjanna] mun halda áfram, meðan karlar og konur viðurkenna ekki hvort annað sem jafningja; þ.e. meðan kvenmennskan sem slík er óbreytt. ... Það er fánýtt að útdeila sök og hrósi. Í raun er svo torsótt að rjúfa vítahringinn, þar eð hvort kynið um sig er fórnarlamb sjálfs sín og hins. ... [E]ngum er þetta stríð til góðs.“ Það er afar sjaldan, að lærisveinkur Simone brjóti þessi orð til mergjar. Það þykir góð latína kvenfrelsara – með skírskotun til Simone – að tala um „undirskipan“ kvenna frá örófi alda. En Simone segir þó: „Það er eins fjarstæðukennt að tala um hina almennu „konu“ og „hinn eilífa karl.“ Það gefur því auga leið, hvers vegna samanburður á þá lund, hvort konur standi skör lægra eða hærra en karlar eða séu jafnokar þeirra, sé út í hött. Kynin búa í grundvallaratriðum við mismunandi aðstæður.“ Simone tvinnar saman eymd kvenna og ást: „Þegar sá dagur rennur upp, að konan verði fær um að veita ást í atorku, en ekki í eymd, hætt flótta sínum og [orðin] sátt við sjálfa sig, styrk í sjálfri sér, en ekki í uppgjöf, mun ást hennar verða uppspretta lífs eins og hjá karlinum, en ekki bjóða tortímandi hættu heim. ... Aragrúi fórnarlamba bera vitni um óréttlæti örlaga, sem býður þeim sótthreinsað helvíti sem einasta kost.“ ... „Sýni elskhugi konunni ónóga ást, takist henni ekki að vekja áhuga hans, skapa honum hamingju eða vera honum fullnægjandi, umhverfist sjálfsást hennar í viðbjóð, niðurlægingu og andúð á sjálfri sér, sem rekur hana til sjálfsrefsingar.“ (Hið „sótthreinsaða helvíti“ er vafalaust heimili konunnar.) Marilyn tekur annan pól í hæðina, heldur en lærimóðirin. Samkvæmt henni eiga karlar sök á eymd kvenna. Þeir ku hafa tekið sig saman, stofnað feðraveldi fyrir um tíu til tólf þúsund árum síðan og þar með spillt hinu friðsama sæluríki kvennanna. Þeir voru hafðir utangarðs og notaðir til undaneldis, þegar svo bar undir. Þetta var fyrsta byltingin. „Föðurveldið varð afleiðing fyrstu byltingar í veröldinni [og] svo virðist sem megintilgangur hennar hafi verið að öðlast meira vald yfir konum.“ Í sama streng tekur Mary Daly (1928-2010): „Föðurveldið hefur rænt okkur nánast öllu; sköpunarorku og sköpunargleði [og] trú.“ ... „Með þann skilning í huga, að reðurveldið hafi með goðsögum sínum og stofnunum unnið umtalsverð skemmdarverk á vitundinni, munum við halda uppteknum hætti og útnefna föðurveldið sem öfuguggaviðmið [um samfélag] og uppsprettu annarrar félagslegrar illsku.“ Síðan fyrrnefnd bylting átti sér stað, hafa karlar kúgað konur og beitt þær ofbeldi; heimilisofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi, segir Marilyn: „Allir karlar þurfa ekki að neyta aflsmunar til að koma konum undir. En vitneskjan um að sumir geri það er nógsamleg ógn öllum konum. Hann [karlinn] getur lemstrað eða drepið konuna, sem hann ber yfirlýsta ást til; honum er í lófa lagið að nauðga konum ... hann á hægt um vik að svívirða dætur sínar kynferðislega ... Lungi karlmanna í veröldinni gerir annað hvort eða hvort tveggja.“ ... „Allir karlar eru nauðgarar og ekkert annað. Þeir nauðga okkur í sjónum sínum, lögum og siðareglum.“ (Síðustu setninguna segir lykilpersóna í skáldverki hennar).“ Alhæfingar Marilyn um sögulega þróun karlillskunnar í garð kvenna koma kynlega fyrir sjónir, m.a. í ljósi hinna ýmsu samfélagsvísinda, veraldarsögu, fornsögulegra skáldskaparyfirlita, riddaramennsku og kvenmærðarbókmennta miðalda, sem einkum voru skrifaðar af körlum. Þeir voru margir á mála hjá öflugum kvendrottnurum. Það ætti einnig að vera alkunna, að fegurstu ljóð veraldar eru ort og fegurstu tónar heims samdir af karlskáldum til kvenna. Að þessu sögðu væri óneitanlega fróðlegt að heyra vitnisburð fortíðarskálda um ástir kynjanna, sem karlbölskvenfræðingar samtímans lýsa svo hryllilega. Skoðum nokkur dæmi: Anyte frá Tegia (þriðju öld fyrir Krist), var grískt ljóðskáld, ástsæl í lifenda lífi. Hennar er m.a. getið í yfirlitsverkum - skrifuðum af körlum - um grísk skáld fornaldar. Antipater frá Þessalóníku (uppi um Krists burð), jafnaði henni við sjálfan Hómer, skáldgoð Grikkja. Hann bætti reyndar um betur og skipaði henni á bekk hinna níu elskuðu söngskálda Grikkja við hlið kynsystur sinnar, hinnar grísku Sappho. Anyte var atvinnuskáld. Konur og börn voru henni hugstætt yrkisefni. Svo hljómaði grafskrift ungrar konu, Antibíu: Ég syrgi ungmeyna Antíbu, sem átti svo fjölmörgum biðlum að fagna í hús föðurins. Sérhver biðill var gegntekinn fegurð meyjar og visku. En nú hafa dauðans örlög feykt vonum þeirra á burt. Sappho/Psappho (630? - 570?) var eins og fyrr segir forngrískt ljóðskáld. Hún var ástsæl mjög og einkum kunn fyrir söngljóð sín. Því miður hafa nánast eingöngu varðveist brot ljóða þessa skáldmærings. Sappho vegsamaði ástina, en ást, losti og ástarbrími voru uppáhaldsviðfangsefni hennar. Þegar ég ber þig augum, jafnvel þótt eitt andartak sé, vefst mér tunga um tönn. Það logar, það brímar, ég er slegin blindu. Það suðar fyrir eyrum mér, svitaperlur merla, ég nötra öll og skelf [....]. Svo virðist sem ég sé stirðnuð, dauðvona. Konur hafa ort um ást til karla og frygð frá örófi alda eða eins langt og skyggnast má aftur í fortíðina með hjálp varðveittra orða. Um 1300 f.Kr. yrkir egypsk kona um unnusta sinn. Ég fann unnusta minn við leynisíkið, fætur busluðu í vatninu. Í reyrinn hafði hann helgað sér rjóður, að tigna, að tileinka þennan dag heilagri upphafningu holdsins. Hann dregur fram leyndan dóm, (brjóst og lend berist, berist), Þrunginn hófmóði yfir altari sínu, risinn, aa ...! Hávaxinn maður er meira en herðarnar.“ (Þýðandi: Helgi Hálfdánarson.) Sumum seinni tíma konum er hugsanaháttur Marilyn einnig framandi: „Ó karlar! Það er ekki kóngurinn ..., sem er yfirboðari yðar og ræður ríkjum. Eru það ekki konur? Ykkur hlýtur að vera ljóst, að valdið er kvennanna. Eru það ekki þið, sem starfið og slítið, og færið konunni ávexti erfiðis ykkar? Ó já! Gæti það ekki verið svo, að margir ykkar hafi týnt glórunni í þágu kvenna og orðið þjónar til að gera þeim til geðs? Margir [ykkar] hafa einnig tortímst, ratað af [réttri] leið og syndgað fyrir þær.“ ... „[Karlar] háir sem lágir virðast að jöfnu móta þrár sínar eftir duttlungum kvennanna - og hafa af því ánægju - [enda þótt] fagurri konu með tár á hvarmi sé í lófa lagið að rústa því, sem hinir bestu og vitrustu [meðal þeirra] hafa unnið að árum saman.“ (Elizabeth Poole Sandford (1797-1853).) Í verkum nefndra skálda er ekki að finna hatur til karla, nema síður sé. En hvað sem öðru líður ratast Marilyn óumdeilanlega rétt orð á munn, þegar hún segir: „Kvenfrelsunarhugsun (feminism) litar allt [í lífinu]; henni verður ekki afklæðst eins og skikkja væri. Í henni felast gildin, sjónarhorn á sögu og atburði líðandi stundar.“ Undir þessu sjónarhorni skoðar hún karlmenn frekar: „Hvað er karlmaður, þegar upp er staðið? Þegar ég svipast um í dægurmenningunni, skilst mér, að karlmaður sé sá, er ríði og drepi. En lífið sjálft kennir mér, að karlinn sé sá, sem þénar peninga.“ Hvað ætli hafi rekið Marilyn til svo skringilegs og hatursfulls söguskáldskapar? Fátt verður um svör, en ætli karlhatur skipti þar máli? Þegar Marilyn var borið hatur til karla á brýn, svaraði hún: „Þeir sögu mig karlhatara. [É]g bar aldrei höfn yfir höfuð mér, því að ég trúi því, að karlar eigi sök á ástandi kvenna.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðing, önnur en Helga Hálfdánarsonar, er höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Tíu ár eru umliðin frá andláti Marilyn French (1929-2009), einum afkastmesta kvenfrelsara og rithöfundi eftirstríðsáranna. Sjálf sótti hún innblástur til kyndilbera baráttunnar, hins merka heimspekings og rithöfundar, Simone de Beauvoir (1908-1986). Simone sagði reyndar aldrei ótvírætt, að hún væri kvenfrelsari. T.d. hafði hún að orði: „Við verðum ... að sýna röksemdum kvenfrelsara tortryggni; oft og tíðum tapa röksemdirnar gildi sínu sökum viðleitni þeirra til að efna til deilu.“ Þessi orð má lesa í merkri bók um hið síðra kyn, þ.e. konuna, sem kom út skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldar (Le deuxiéme sexe). Bókin er iðulega kölluð biblía nafntogaðra kvenfrelsara á tuttugustu öldinni - ekki bara Marilyn French, heldur einnig Betty Friedan (1921-2006), sem skrifaði m.a. bókina, Dulúð kvenna (The Feminine Mystique), og Germaine Greer (f. 1939), sem skrifaði m.a. Kvengeldinginn (The Female Eunuch], og margra fleiri kvenfrelsunarhöfunda. Gagnrýni á hjónabandið, eymd og ófullnægjandi kynlíf kvenna er nefndum höfundum afar hugleikið. Simone var eins konar átrúnaðargoð íslenskra kvenfrelsara: „Hún [Simone de Beauvoir] var fyrirmynd og vegvísir án þess að við værum nokkuð að sökkva okkur í verk hennar eða leita þar að hugmyndafræðilegum lausnum. Hún var konan með kyndilinn ... Sem slík hafði hún bein áhrif á íslenska kvennabaráttu á seinni hluta þessarar [þ.e. síðustu] aldar.“ (Irma Erlingsdóttir.) Líklega gerðu frelsarar vorir mistök með því að sökkva sér ekki niður í verk Simone? Það er reyndar ekkert áhlaupsverk eins mótsagnakennt og það er, heimspekilegur skáldskapur um kynin, að mestu byggður á skáldverkum og sjúkrasögum sálkönnuða í samtímanum. Þar er æði margt harla véfréttarlegt, t.d.: „Vanmat kvenmennskunnar var nauðsynlegt skref í þróun mannkynsins.“ ... „Konan var beygð í duftið, blekkt í þeirri trú, að hún væri dýrmæt. Í raun réttri er hún stundargaman, nautn karlinum, hlutur án mikilvægis.“ (Afar sérkennilegt fullyrðing m.a. í ljósi þess, að sjálf var Simone tvíkynhneigð, hafði kynnautn af konum.) Svo lýsir Simone samskiptum kynjanna: „Staðreyndin er sú, að um þessar mundir eru kynin vansæl með hvort annað. En spurningin er, hvort um sé að ræða upprunalegt böl, sem knýr þau til að tæta hvort annað í sig, eða hvort ásteytinguna ... beri að skilja sem hjálíðandi skeið í sögu mannskyns.“ (Það ætla ég svo sannarlega að vona.) Simone hefur glöggt auga fyrir gagnkvæmninni: Ásteyting [kynjanna] mun halda áfram, meðan karlar og konur viðurkenna ekki hvort annað sem jafningja; þ.e. meðan kvenmennskan sem slík er óbreytt. ... Það er fánýtt að útdeila sök og hrósi. Í raun er svo torsótt að rjúfa vítahringinn, þar eð hvort kynið um sig er fórnarlamb sjálfs sín og hins. ... [E]ngum er þetta stríð til góðs.“ Það er afar sjaldan, að lærisveinkur Simone brjóti þessi orð til mergjar. Það þykir góð latína kvenfrelsara – með skírskotun til Simone – að tala um „undirskipan“ kvenna frá örófi alda. En Simone segir þó: „Það er eins fjarstæðukennt að tala um hina almennu „konu“ og „hinn eilífa karl.“ Það gefur því auga leið, hvers vegna samanburður á þá lund, hvort konur standi skör lægra eða hærra en karlar eða séu jafnokar þeirra, sé út í hött. Kynin búa í grundvallaratriðum við mismunandi aðstæður.“ Simone tvinnar saman eymd kvenna og ást: „Þegar sá dagur rennur upp, að konan verði fær um að veita ást í atorku, en ekki í eymd, hætt flótta sínum og [orðin] sátt við sjálfa sig, styrk í sjálfri sér, en ekki í uppgjöf, mun ást hennar verða uppspretta lífs eins og hjá karlinum, en ekki bjóða tortímandi hættu heim. ... Aragrúi fórnarlamba bera vitni um óréttlæti örlaga, sem býður þeim sótthreinsað helvíti sem einasta kost.“ ... „Sýni elskhugi konunni ónóga ást, takist henni ekki að vekja áhuga hans, skapa honum hamingju eða vera honum fullnægjandi, umhverfist sjálfsást hennar í viðbjóð, niðurlægingu og andúð á sjálfri sér, sem rekur hana til sjálfsrefsingar.“ (Hið „sótthreinsaða helvíti“ er vafalaust heimili konunnar.) Marilyn tekur annan pól í hæðina, heldur en lærimóðirin. Samkvæmt henni eiga karlar sök á eymd kvenna. Þeir ku hafa tekið sig saman, stofnað feðraveldi fyrir um tíu til tólf þúsund árum síðan og þar með spillt hinu friðsama sæluríki kvennanna. Þeir voru hafðir utangarðs og notaðir til undaneldis, þegar svo bar undir. Þetta var fyrsta byltingin. „Föðurveldið varð afleiðing fyrstu byltingar í veröldinni [og] svo virðist sem megintilgangur hennar hafi verið að öðlast meira vald yfir konum.“ Í sama streng tekur Mary Daly (1928-2010): „Föðurveldið hefur rænt okkur nánast öllu; sköpunarorku og sköpunargleði [og] trú.“ ... „Með þann skilning í huga, að reðurveldið hafi með goðsögum sínum og stofnunum unnið umtalsverð skemmdarverk á vitundinni, munum við halda uppteknum hætti og útnefna föðurveldið sem öfuguggaviðmið [um samfélag] og uppsprettu annarrar félagslegrar illsku.“ Síðan fyrrnefnd bylting átti sér stað, hafa karlar kúgað konur og beitt þær ofbeldi; heimilisofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi, segir Marilyn: „Allir karlar þurfa ekki að neyta aflsmunar til að koma konum undir. En vitneskjan um að sumir geri það er nógsamleg ógn öllum konum. Hann [karlinn] getur lemstrað eða drepið konuna, sem hann ber yfirlýsta ást til; honum er í lófa lagið að nauðga konum ... hann á hægt um vik að svívirða dætur sínar kynferðislega ... Lungi karlmanna í veröldinni gerir annað hvort eða hvort tveggja.“ ... „Allir karlar eru nauðgarar og ekkert annað. Þeir nauðga okkur í sjónum sínum, lögum og siðareglum.“ (Síðustu setninguna segir lykilpersóna í skáldverki hennar).“ Alhæfingar Marilyn um sögulega þróun karlillskunnar í garð kvenna koma kynlega fyrir sjónir, m.a. í ljósi hinna ýmsu samfélagsvísinda, veraldarsögu, fornsögulegra skáldskaparyfirlita, riddaramennsku og kvenmærðarbókmennta miðalda, sem einkum voru skrifaðar af körlum. Þeir voru margir á mála hjá öflugum kvendrottnurum. Það ætti einnig að vera alkunna, að fegurstu ljóð veraldar eru ort og fegurstu tónar heims samdir af karlskáldum til kvenna. Að þessu sögðu væri óneitanlega fróðlegt að heyra vitnisburð fortíðarskálda um ástir kynjanna, sem karlbölskvenfræðingar samtímans lýsa svo hryllilega. Skoðum nokkur dæmi: Anyte frá Tegia (þriðju öld fyrir Krist), var grískt ljóðskáld, ástsæl í lifenda lífi. Hennar er m.a. getið í yfirlitsverkum - skrifuðum af körlum - um grísk skáld fornaldar. Antipater frá Þessalóníku (uppi um Krists burð), jafnaði henni við sjálfan Hómer, skáldgoð Grikkja. Hann bætti reyndar um betur og skipaði henni á bekk hinna níu elskuðu söngskálda Grikkja við hlið kynsystur sinnar, hinnar grísku Sappho. Anyte var atvinnuskáld. Konur og börn voru henni hugstætt yrkisefni. Svo hljómaði grafskrift ungrar konu, Antibíu: Ég syrgi ungmeyna Antíbu, sem átti svo fjölmörgum biðlum að fagna í hús föðurins. Sérhver biðill var gegntekinn fegurð meyjar og visku. En nú hafa dauðans örlög feykt vonum þeirra á burt. Sappho/Psappho (630? - 570?) var eins og fyrr segir forngrískt ljóðskáld. Hún var ástsæl mjög og einkum kunn fyrir söngljóð sín. Því miður hafa nánast eingöngu varðveist brot ljóða þessa skáldmærings. Sappho vegsamaði ástina, en ást, losti og ástarbrími voru uppáhaldsviðfangsefni hennar. Þegar ég ber þig augum, jafnvel þótt eitt andartak sé, vefst mér tunga um tönn. Það logar, það brímar, ég er slegin blindu. Það suðar fyrir eyrum mér, svitaperlur merla, ég nötra öll og skelf [....]. Svo virðist sem ég sé stirðnuð, dauðvona. Konur hafa ort um ást til karla og frygð frá örófi alda eða eins langt og skyggnast má aftur í fortíðina með hjálp varðveittra orða. Um 1300 f.Kr. yrkir egypsk kona um unnusta sinn. Ég fann unnusta minn við leynisíkið, fætur busluðu í vatninu. Í reyrinn hafði hann helgað sér rjóður, að tigna, að tileinka þennan dag heilagri upphafningu holdsins. Hann dregur fram leyndan dóm, (brjóst og lend berist, berist), Þrunginn hófmóði yfir altari sínu, risinn, aa ...! Hávaxinn maður er meira en herðarnar.“ (Þýðandi: Helgi Hálfdánarson.) Sumum seinni tíma konum er hugsanaháttur Marilyn einnig framandi: „Ó karlar! Það er ekki kóngurinn ..., sem er yfirboðari yðar og ræður ríkjum. Eru það ekki konur? Ykkur hlýtur að vera ljóst, að valdið er kvennanna. Eru það ekki þið, sem starfið og slítið, og færið konunni ávexti erfiðis ykkar? Ó já! Gæti það ekki verið svo, að margir ykkar hafi týnt glórunni í þágu kvenna og orðið þjónar til að gera þeim til geðs? Margir [ykkar] hafa einnig tortímst, ratað af [réttri] leið og syndgað fyrir þær.“ ... „[Karlar] háir sem lágir virðast að jöfnu móta þrár sínar eftir duttlungum kvennanna - og hafa af því ánægju - [enda þótt] fagurri konu með tár á hvarmi sé í lófa lagið að rústa því, sem hinir bestu og vitrustu [meðal þeirra] hafa unnið að árum saman.“ (Elizabeth Poole Sandford (1797-1853).) Í verkum nefndra skálda er ekki að finna hatur til karla, nema síður sé. En hvað sem öðru líður ratast Marilyn óumdeilanlega rétt orð á munn, þegar hún segir: „Kvenfrelsunarhugsun (feminism) litar allt [í lífinu]; henni verður ekki afklæðst eins og skikkja væri. Í henni felast gildin, sjónarhorn á sögu og atburði líðandi stundar.“ Undir þessu sjónarhorni skoðar hún karlmenn frekar: „Hvað er karlmaður, þegar upp er staðið? Þegar ég svipast um í dægurmenningunni, skilst mér, að karlmaður sé sá, er ríði og drepi. En lífið sjálft kennir mér, að karlinn sé sá, sem þénar peninga.“ Hvað ætli hafi rekið Marilyn til svo skringilegs og hatursfulls söguskáldskapar? Fátt verður um svör, en ætli karlhatur skipti þar máli? Þegar Marilyn var borið hatur til karla á brýn, svaraði hún: „Þeir sögu mig karlhatara. [É]g bar aldrei höfn yfir höfuð mér, því að ég trúi því, að karlar eigi sök á ástandi kvenna.“Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðing, önnur en Helga Hálfdánarsonar, er höfundar.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun