Fleiri nemar flytji inn í íbúðir fyrir aldraða Björn Þorfinnsson skrifar 26. september 2019 06:00 Andrea Ósk var ánægð með þátttöku sína í verkefninu. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Reykjavíkurborg ráðgerir að halda áfram með tilraunaverkefni sem snerist um búsetu háskólanema í þjónustuíbúðum aldraðra. Tveir nemar fengu slíkar íbúðir úthlutaðar á síðasta ári og í nýrri skýrslu um verkefnið kemur fram að reynslan af verkefninu hafi verið góð. Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborg í ágústlok var samþykkt tillaga um að háskólanemar myndu leigja þjónustuíbúð í fimm þjónustukjörnum fyrir aldraða og starfa við félagslega umönnun og virkni á staðnum. Frá og með haustinu 2019 muni einn nemi dvelja á hverjum stað en síðan verði bætt við tveimur á ári næstu tvö ár. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, nemi í tómstundafræði, var annar þeirra nemenda sem tóku þátt í verkefninu. Hún segir að upplifun hennar af því hafi verið jákvæð þó að vissulega hafi áskoranirnar verið margar. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Verkefnið reyndi stundum á en er þó eitthvað sem ég sé alls ekki eftir að hafa prófað,“ segir Andrea. Verkefni Andreu var að skipuleggja margs konar viðburði á þjónustuheimilinu og veita íbúum félagslegan stuðning. „Ég fór í göngutúra með sumum íbúum en spjallaði síðan við aðra um daginn og veginn. Þá reyndi ég að örva félagslífið á staðnum með því að skipuleggja meðal annars bingó, ljóðakvöld og bjórsmökkun. Það skapaðist mikil stemning þar,“ segir Andrea kímin. Að hennar mati hafi verkefnið sannarlega brúað bil milli kynslóða. Augu hennar hafi opnast fyrir alls konar áskorunum eldri borgara og að sama skapi hafi hún eflaust opnað einhver augu og aukið víðsýni íbúa. „Ég eignaðist kærustu á þessu tímabili og hún gisti stundum hjá mér og öfugt. Það héldu margir íbúar að þetta væri systir mín og heyrði maður stundum að það væri pískrað á göngunum. En ég var bara opin með þetta og þá var þetta ekkert mál,“ segir Andrea. Eins og í öllum nýsköpunarverkefnum hafi þó ýmislegt mátt bæta og það verði eflaust gert í næstu skrefum. „Það reyndi á að vera bara ein að reyna að fá hugmyndir að viðburðum og skipuleggja þá. Það hefði verið gott að hafa félagsskap og stuðning annars nema. Þá var ég ekki í neinu sambandi við hinn þátttakandann en það hefði eflaust hjálpað okkur báðum,“ segir Andrea.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Við erum að leita að tveimur líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi, segir Þórhildur Egilsdóttir hjá Reykjavíkurborg. 17. janúar 2018 15:30