Samfélagsmiðlavá Teitur Guðmundsson skrifar 26. september 2019 07:00 Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Teitur Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun