Landsbankinn aflýsti láni, týndi frumriti en vann tugmilljónamál gegn Silju Úlfars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 09:15 Landsbankinn sagðist hafa gert mistök og taldi að SIlja ætti að greiða skuldina. vísir/vilhelm Frjálsíþróttakonan fyrrverandi og nú þjálfarinn Silja Úlfarsdóttir þarf að greiða Landsbankanum 21,4 milljónir, auk dráttarvaxta, eftir að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi bankanum í vil í máli hans gegn Silju. Málið snerist um greiðslu á veðskuldabréfi í tengslum við íbúðarkaup Silju og fyrrverandi eiginmanns hennar, sem lést árið 2015. Bankinn hafði hins vegar aflýst veðskuldabréfinu um mitt ár 2015 og áritað að það væri að fullu upp greitt. Bankinn vildi hins vegar meina að það hafi verið gert fyrir mistök. Frumritið týndist. Krafðist bankinn því að Silja myndi greiða skuld sína við bankann. Silja hafnaði kröfu bankans á þeim forsendum að krafan væri ekki til staðar. Þá væru kröfur bankans ósannaðar þar sem bankinn hefði týnt frumriti veðskuldabréfins. Þá væri mögulegt að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði greitt skuldina upp áður en hann lést. Týnt og tröllum gefið Forsaga málsins er sú að Silja og eiginmaður hennar keyptu íbúð í Hafnarfirði árið 2005 og var þá gefið út veðskuldabréf með höfuðstól upp á 15,4 milljónir króna. Árið 2012 komust þau að samkomulagi við bankann um að greiða tæpar 100 þúsund krónur inn á lánið í þrjú ár eða til desember árið 2015. Eftir það átti að greiða af láninu í samræmi við upphaflegt efni veðskuldabréfsins. Maður Silju lést fyrir aldur fram í desember 2015 en þau höfðu slitið hjónabandi sínu skömmu áður en hann andaðist. Fyrir dómi kom fram að Silja hafði, tveimur dögum áður en maður hennar andaðist, gert samning við hann um að kaupa hann út úr fasteigninni og hafði hún greitt honum hluta kaupverðsins.Silja ræddi áfallið sem fjölskylda hennar varð fyrir þegar þegar fyrrverandi eiginmaður hennar lést, í viðtali við Stöð 2 fyrr á árinu. Fram kom einnig í málinu að greitt hafi verið inn á lánið samkvæmt framangreindum samningi fram í desember 2015. Silja greiddi svo eina afborgun í viðbót en hætti að greiða af láninu í upphafi árs 2016. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var ofangreint veðskuldabréf áritað þann 4. júní 2015 um að það væri að fullu greitt. Var það afhent til aflýsingar hjá sýslumanni. Taldi bankinn að það hafi verið gert fyrir mistök en gat fyrir dómi ekki gefið nánari skýringar á því. Veðskuldabréfinu var aflýst þann 8. júní 2015 og hvílir ekki lengur á fasteigninni sem um ræðir. Þá upplýsti Landsbankinn að aflýst frumrit veðskuldabréfsins hafi týnst, og ekki sé vitað hvar það sé niðurkomið. Þó liggi fyrir ljósrit frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu af umræddu veðskuldabréfi, þar sem fram kemur að um sé að ræða ljósrit af aflýstu skjali. Ber ljósritið með sér stimpil og dagsetningu Landsbankans um að bréfið sé að fullu greitt og að því hafi verið aflýst. Engar útskýringar koma fram í dómnum af hálfu bankans um hvers vegna veðskuldabréfinu var aflýst. Sömuleiðis ekki hvernig það týndist. Virðist enginn starfsmaður bankans hafa verið kallaður fyrir dóminn til að útskýra hvað miður fór. Silja Úlfarsdóttir var ein fremsta frjálsíþróttakona landsins á sínum tíma. Bankinn harðorður í garð Silju Þegar mistökin uppgötvuðust var Silja kölluð á fund hjá Landsbankanum og hún beðin um að undirrita nýtt veðskuldabréf. Slíkt var þó aldrei gert og skýrist það meðal annars af aðkomu dánarbús fyrrverandi eiginmanns Silju. Höfðaði bankinn því mál á hendur Silju til að krefjast viðurkenningar á greiðsluskyldu hennar. Málið fór fyrir héraðsdóm árið 2018 þar sem Silja var dæmd til að greiða bankanum 21,4 milljónir en Landsréttur sendi málið aftur í hérað, vegna vanreifunar í stefnu bankans. Lesa má úr dómi héraðsdóms í þessu tiltekna máli að bankinn var nokkuð harðorður í garð Silju. Hélt bankinn því fram að hún hafi mátt vita að um mistök hafi verið að ræða þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst, þar sem hún hafi haldið áfram að greiða inn á lánið eftir að því hafi verið aflýst. Fyrir mistök að sögn bankans. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gva Þá hafi hún neitað að verða við beiðni bankans um aðstoða við að hin „augljósu mistök“ væru leiðrétt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að bankinn líti svo á að Silja hafi haft uppi ásetning um að „auðgast á ólögmætan hátt á mistökunum um verulegar fjárhæðir þrátt fyrir vitund um að skuld væri með réttu til staðar.“ Ljós sé af samskiptum bankans við fyrri lögmann hennar að hún hafi gert sér fulla grein fyrir því að um mistök væri að ræða. Taldi sönnunarbyrðina bankans Vörn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Silju, var byggð á því að engin krafa væri til staðar eða að hún væri ósönnuð. Hafi bankinn átt kröfu á hana væri hún eftir atvikum greidd. Benti lögmaður hennar á að bankinn hafi áritað upprunalegt veðskjal eða eftir atvikum afrit þess um að skuldin samkvæmt veðskuldabréfinu væri að fullu greidd, afhent veðskjalið eða afrit þess til aflýsingar og væru því bankinn bundinn af þeim gjörðum sínum. Þar sem bankinn hafi týnt skuldaviðurkenningunni sem hann byggði dómkröfur sínar á væru kröfurnar ósannaðar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætti hagsmuna Silju í málinu.Vísir/Vilhelm Þá benti lögmaður hennar á að hugsanleg skýring á því að veðskuldabréfið hafi verið aflýst á sínum tíma væri sú að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi greitt skuldina og í framhaldi þess hafi hann fengið frumrit skuldabréfsins afhent. Ekki væri hins vegar hægt að færa sönnur á það þar sem hann væri látinn. Bankinn einn gæti því svarað hvers vegna hann hafi áritað veðskuldabréfið um greiðslu og aflýst því. Taldi lögmaðurinn að því þyrfti bankinn að sýna fram á að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði ekki greitt skuldina og fengið frumrit veðskuldabréfsins afhent. Enginn annar en bankinn gæti borið ábyrgð á því ef frumskjalið tapaðist. Var lögmaðurinn einnnig harðorður í garð bankans og sagði að það væri alfarið á ábyrgð bankans að sanna það að skuldabréfið hafi ekki verið greitt upp. „Ótækt sé með öllu að snúa sönnunarbyrðinni við þegar um sé að ræða fullyrðingar stærsta fjármálafyrirtækis landsins annars vegar og einstaklings með mjög takmarkaðan aðgang að fjárhagsupplýsingum hins vegar,“ segir í rökstuðningi Vilhjálms sem rakinn er í dómnum. Bankinn þyrfti því að bera hallann af gáleysi sínu í málinu. Dómurinn taldi Silju hafa viðurkennt skuldina Fyrir dómi bar Silja að rétt væri það sem fram kæmi í tölvupóstum á milli fyrri lögmanns hennar og starfsmanns bankans að samkomulag hafi verið komið á um útgáfu af nýju bréfi og um kaup hennar á eignarhlut fyrrverandi eiginmanns hennar í fasteigninni í Hafnarfirði. Leit dómurinn því svo á að með því hafi Silja viðurkennt að vera í skuld við Landsbankann. Þá væri ekkert í gögnum málsins sem benti til þess að hún eða fyrrverandi eiginmaður hafi mögulega verið búin að greiða upp veðskuldina um mitt ár 2015. Höfuðstöðvar LandsbankansFréttablaðið/GVA Þá féllst héraðsdómur einnig á það með bankanum að Silja hafi mátt vita að um mistök hafi verið að ræða af hálfu bankans þegar bréfinu var aflýst. Var Silja því dæmd til greiðslu skuldarinnar, alls 21,4 milljónir króna. Bankinn krafðist einnig dráttarvaxta frá 15. febrúar 2016 en ekki var fallist á það þar sem að upphaf málsins mætti rekja til mistaka bankans og á þeim bæri Silja ekki ábyrgð. Hún hafi verið tilbúin til að semja um nýtt veðskuldabréf í upphafi árs 2016 en af því varð ekki vegna forsendna er tengdust dánarbúi fyrrverandi eiginmanns hennar og óvissu um afdrif hins týnda veðskuldabréfs. Með hliðsjón af því að málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm sem og Landsrétt ákvað héraðsdómur því að miða ætti dráttarvexti við dagsetningu málshöfðunar í málinu, sem var í nóvember 2018. Silja vildi ekki tjá sig um dóminn þegar eftir því var leitað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Dómsmál Fjölskyldumál Íslenskir bankar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Frjálsíþróttakonan fyrrverandi og nú þjálfarinn Silja Úlfarsdóttir þarf að greiða Landsbankanum 21,4 milljónir, auk dráttarvaxta, eftir að Héraðsdómur Reykjaness dæmdi bankanum í vil í máli hans gegn Silju. Málið snerist um greiðslu á veðskuldabréfi í tengslum við íbúðarkaup Silju og fyrrverandi eiginmanns hennar, sem lést árið 2015. Bankinn hafði hins vegar aflýst veðskuldabréfinu um mitt ár 2015 og áritað að það væri að fullu upp greitt. Bankinn vildi hins vegar meina að það hafi verið gert fyrir mistök. Frumritið týndist. Krafðist bankinn því að Silja myndi greiða skuld sína við bankann. Silja hafnaði kröfu bankans á þeim forsendum að krafan væri ekki til staðar. Þá væru kröfur bankans ósannaðar þar sem bankinn hefði týnt frumriti veðskuldabréfins. Þá væri mögulegt að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði greitt skuldina upp áður en hann lést. Týnt og tröllum gefið Forsaga málsins er sú að Silja og eiginmaður hennar keyptu íbúð í Hafnarfirði árið 2005 og var þá gefið út veðskuldabréf með höfuðstól upp á 15,4 milljónir króna. Árið 2012 komust þau að samkomulagi við bankann um að greiða tæpar 100 þúsund krónur inn á lánið í þrjú ár eða til desember árið 2015. Eftir það átti að greiða af láninu í samræmi við upphaflegt efni veðskuldabréfsins. Maður Silju lést fyrir aldur fram í desember 2015 en þau höfðu slitið hjónabandi sínu skömmu áður en hann andaðist. Fyrir dómi kom fram að Silja hafði, tveimur dögum áður en maður hennar andaðist, gert samning við hann um að kaupa hann út úr fasteigninni og hafði hún greitt honum hluta kaupverðsins.Silja ræddi áfallið sem fjölskylda hennar varð fyrir þegar þegar fyrrverandi eiginmaður hennar lést, í viðtali við Stöð 2 fyrr á árinu. Fram kom einnig í málinu að greitt hafi verið inn á lánið samkvæmt framangreindum samningi fram í desember 2015. Silja greiddi svo eina afborgun í viðbót en hætti að greiða af láninu í upphafi árs 2016. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var ofangreint veðskuldabréf áritað þann 4. júní 2015 um að það væri að fullu greitt. Var það afhent til aflýsingar hjá sýslumanni. Taldi bankinn að það hafi verið gert fyrir mistök en gat fyrir dómi ekki gefið nánari skýringar á því. Veðskuldabréfinu var aflýst þann 8. júní 2015 og hvílir ekki lengur á fasteigninni sem um ræðir. Þá upplýsti Landsbankinn að aflýst frumrit veðskuldabréfsins hafi týnst, og ekki sé vitað hvar það sé niðurkomið. Þó liggi fyrir ljósrit frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu af umræddu veðskuldabréfi, þar sem fram kemur að um sé að ræða ljósrit af aflýstu skjali. Ber ljósritið með sér stimpil og dagsetningu Landsbankans um að bréfið sé að fullu greitt og að því hafi verið aflýst. Engar útskýringar koma fram í dómnum af hálfu bankans um hvers vegna veðskuldabréfinu var aflýst. Sömuleiðis ekki hvernig það týndist. Virðist enginn starfsmaður bankans hafa verið kallaður fyrir dóminn til að útskýra hvað miður fór. Silja Úlfarsdóttir var ein fremsta frjálsíþróttakona landsins á sínum tíma. Bankinn harðorður í garð Silju Þegar mistökin uppgötvuðust var Silja kölluð á fund hjá Landsbankanum og hún beðin um að undirrita nýtt veðskuldabréf. Slíkt var þó aldrei gert og skýrist það meðal annars af aðkomu dánarbús fyrrverandi eiginmanns Silju. Höfðaði bankinn því mál á hendur Silju til að krefjast viðurkenningar á greiðsluskyldu hennar. Málið fór fyrir héraðsdóm árið 2018 þar sem Silja var dæmd til að greiða bankanum 21,4 milljónir en Landsréttur sendi málið aftur í hérað, vegna vanreifunar í stefnu bankans. Lesa má úr dómi héraðsdóms í þessu tiltekna máli að bankinn var nokkuð harðorður í garð Silju. Hélt bankinn því fram að hún hafi mátt vita að um mistök hafi verið að ræða þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst, þar sem hún hafi haldið áfram að greiða inn á lánið eftir að því hafi verið aflýst. Fyrir mistök að sögn bankans. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gva Þá hafi hún neitað að verða við beiðni bankans um aðstoða við að hin „augljósu mistök“ væru leiðrétt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að bankinn líti svo á að Silja hafi haft uppi ásetning um að „auðgast á ólögmætan hátt á mistökunum um verulegar fjárhæðir þrátt fyrir vitund um að skuld væri með réttu til staðar.“ Ljós sé af samskiptum bankans við fyrri lögmann hennar að hún hafi gert sér fulla grein fyrir því að um mistök væri að ræða. Taldi sönnunarbyrðina bankans Vörn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Silju, var byggð á því að engin krafa væri til staðar eða að hún væri ósönnuð. Hafi bankinn átt kröfu á hana væri hún eftir atvikum greidd. Benti lögmaður hennar á að bankinn hafi áritað upprunalegt veðskjal eða eftir atvikum afrit þess um að skuldin samkvæmt veðskuldabréfinu væri að fullu greidd, afhent veðskjalið eða afrit þess til aflýsingar og væru því bankinn bundinn af þeim gjörðum sínum. Þar sem bankinn hafi týnt skuldaviðurkenningunni sem hann byggði dómkröfur sínar á væru kröfurnar ósannaðar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætti hagsmuna Silju í málinu.Vísir/Vilhelm Þá benti lögmaður hennar á að hugsanleg skýring á því að veðskuldabréfið hafi verið aflýst á sínum tíma væri sú að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi greitt skuldina og í framhaldi þess hafi hann fengið frumrit skuldabréfsins afhent. Ekki væri hins vegar hægt að færa sönnur á það þar sem hann væri látinn. Bankinn einn gæti því svarað hvers vegna hann hafi áritað veðskuldabréfið um greiðslu og aflýst því. Taldi lögmaðurinn að því þyrfti bankinn að sýna fram á að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði ekki greitt skuldina og fengið frumrit veðskuldabréfsins afhent. Enginn annar en bankinn gæti borið ábyrgð á því ef frumskjalið tapaðist. Var lögmaðurinn einnnig harðorður í garð bankans og sagði að það væri alfarið á ábyrgð bankans að sanna það að skuldabréfið hafi ekki verið greitt upp. „Ótækt sé með öllu að snúa sönnunarbyrðinni við þegar um sé að ræða fullyrðingar stærsta fjármálafyrirtækis landsins annars vegar og einstaklings með mjög takmarkaðan aðgang að fjárhagsupplýsingum hins vegar,“ segir í rökstuðningi Vilhjálms sem rakinn er í dómnum. Bankinn þyrfti því að bera hallann af gáleysi sínu í málinu. Dómurinn taldi Silju hafa viðurkennt skuldina Fyrir dómi bar Silja að rétt væri það sem fram kæmi í tölvupóstum á milli fyrri lögmanns hennar og starfsmanns bankans að samkomulag hafi verið komið á um útgáfu af nýju bréfi og um kaup hennar á eignarhlut fyrrverandi eiginmanns hennar í fasteigninni í Hafnarfirði. Leit dómurinn því svo á að með því hafi Silja viðurkennt að vera í skuld við Landsbankann. Þá væri ekkert í gögnum málsins sem benti til þess að hún eða fyrrverandi eiginmaður hafi mögulega verið búin að greiða upp veðskuldina um mitt ár 2015. Höfuðstöðvar LandsbankansFréttablaðið/GVA Þá féllst héraðsdómur einnig á það með bankanum að Silja hafi mátt vita að um mistök hafi verið að ræða af hálfu bankans þegar bréfinu var aflýst. Var Silja því dæmd til greiðslu skuldarinnar, alls 21,4 milljónir króna. Bankinn krafðist einnig dráttarvaxta frá 15. febrúar 2016 en ekki var fallist á það þar sem að upphaf málsins mætti rekja til mistaka bankans og á þeim bæri Silja ekki ábyrgð. Hún hafi verið tilbúin til að semja um nýtt veðskuldabréf í upphafi árs 2016 en af því varð ekki vegna forsendna er tengdust dánarbúi fyrrverandi eiginmanns hennar og óvissu um afdrif hins týnda veðskuldabréfs. Með hliðsjón af því að málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm sem og Landsrétt ákvað héraðsdómur því að miða ætti dráttarvexti við dagsetningu málshöfðunar í málinu, sem var í nóvember 2018. Silja vildi ekki tjá sig um dóminn þegar eftir því var leitað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Dómsmál Fjölskyldumál Íslenskir bankar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira