Burns var flottur í tauinu. Mætti í jakkafötum sem er ekki algengt á svona viðburðum. Hann var líka sá eini sem mætti í jakkafötum.
Gunnar var aftur á móti heimilislegri í stuttbuxum og bol frá UFC. Það reyndist góð ákvörðun því það var allt of heitt í herberginu.
Eins og við mátti búast voru engin læti er þeir tveir mættust fyrir framan fjölmiðlamenn. Gunnar kurteis og tók í hendina á Brassanum.
Bardagi Gunnars og Gilbert Burns fer fram næstkomandi laugardagskvöld á besta tíma í beinni á Stöð 2 Sport.