Blikar komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur í Prag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2019 17:51 Berglind Björg skoraði þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. vísir/bára Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir útisigur á Spörtu Prag, 0-1. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt.LEIK LOKIÐ! Breiðablik vinnur 1-0 og 4-2 samanlagt! Blikar fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu! — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Pepsi Max-deildar kvenna 2019, skoraði sigurmark Breiðabliks á 55. mínútu. Hún skoraði tvívegis í fyrri leiknum og skoraði því þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. Tékknesku meistararnir, sem eru fastagestir í Meistaradeildinni, sóttu stíft í fyrri hálfleik. Vörn Breiðabliks hafði í nógu að snúast og þá varði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, sem stóð í marki Blika í stað Sonnýar Láru Þráinsdóttur, tvisvar vel. Lucie Martínková komst næst því að skora fyrir Spörtu Prag þegar skalli hennar fór í stöngina á marki Breiðabliks á 38. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Sparta Prag en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Blikar sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 55. mínútu skoraði Berglind Björg eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur.55 mín: MARK! BREIÐABLIK SKORAR! Áslaug Munda með frábæran sprett fram kantinn, finnur Öglu Maríu sem sendir fyrir þar sem Berglind Björg er mætt og skorar!! Staðan 1-0 fyrir Breiðblik og 4-2 samanlagt! #fotbolti#blikarkoma — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg komst í dauðafæri á 63. mínútu en heimakonur björguðu á síðustu stundu. Tveir mínútum síðar skoraði Agla María en markið var dæmt af vegna brots. Breiðablik var hársbreidd frá því að komast í 0-2 á 66. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir átti skot í slá. Blikar vildu fá vítaspyrnu þegar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir féll í vítateignum á 79. mínútu en ekkert var dæmt. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu fræknum sigri og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.Geggjað lið! pic.twitter.com/Gc341h8Fby— Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Sjá meira
Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir útisigur á Spörtu Prag, 0-1. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 3-2, og einvígið, 4-2 samanlagt.LEIK LOKIÐ! Breiðablik vinnur 1-0 og 4-2 samanlagt! Blikar fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu! — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markadrottning Pepsi Max-deildar kvenna 2019, skoraði sigurmark Breiðabliks á 55. mínútu. Hún skoraði tvívegis í fyrri leiknum og skoraði því þrjú af fjórum mörkum Breiðabliks í einvíginu gegn Spörtu Prag. Tékknesku meistararnir, sem eru fastagestir í Meistaradeildinni, sóttu stíft í fyrri hálfleik. Vörn Breiðabliks hafði í nógu að snúast og þá varði Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir, sem stóð í marki Blika í stað Sonnýar Láru Þráinsdóttur, tvisvar vel. Lucie Martínková komst næst því að skora fyrir Spörtu Prag þegar skalli hennar fór í stöngina á marki Breiðabliks á 38. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Sparta Prag en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Blikar sóttu í sig veðrið eftir þetta og á 55. mínútu skoraði Berglind Björg eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur.55 mín: MARK! BREIÐABLIK SKORAR! Áslaug Munda með frábæran sprett fram kantinn, finnur Öglu Maríu sem sendir fyrir þar sem Berglind Björg er mætt og skorar!! Staðan 1-0 fyrir Breiðblik og 4-2 samanlagt! #fotbolti#blikarkoma — Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019 Berglind Björg komst í dauðafæri á 63. mínútu en heimakonur björguðu á síðustu stundu. Tveir mínútum síðar skoraði Agla María en markið var dæmt af vegna brots. Breiðablik var hársbreidd frá því að komast í 0-2 á 66. mínútu þegar Alexandra Jóhannsdóttir átti skot í slá. Blikar vildu fá vítaspyrnu þegar Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir féll í vítateignum á 79. mínútu en ekkert var dæmt. Fleiri urðu mörkin ekki og Blikar fögnuðu fræknum sigri og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin á mánudaginn.Geggjað lið! pic.twitter.com/Gc341h8Fby— Blikar.is (@blikar_is) September 26, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Sjá meira