Tveggja ára vinna skilar stórbrotnum laugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2019 18:00 Pottarnir fengu nöfnin Hringur og Urð. Mynd/Ozzo Photography Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira