Íslendingar leita reglulega á bráðamóttöku vegna avókadóslysa Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. september 2019 20:30 Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Matur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Nokkuð er um að fólk leiti á bráðamóttöku Landspítalans eftir að hafa skorið sig í lófann við að skera avókadó. Svokölluð avókadóslys gerast daglega í Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir að best sé að fara gætilega þegar skera á ávöxtinn. Vinsældir lárperunnar hafa aukist hratt á undanförnum árum. Áætlað er að neysla ávaxtarins hafi fjórfaldast í Bandaríkjunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Þroskað avókadó þykir af mörgum mjög bragðgott og þá benda rannsóknir til þess að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyndarstjórnun lækkað kólesteról. Lárperuát hefur þó endað illa hjá sumum sem enda á bráðamóttökunni eftir að hafa ætlað að gæða sér á ávextinum. Síðustu misseri hefur verið fjallað um svokölluð avókadóslys á erlendum miðlum. Í síðasta mánuði sagði Bandaríski miðilinn Insider frá því að árlega væru 8900 komur á bráðamóttökur í Bandaríkjunum vegna avókadóslysa. Það gera 24 slys á dag.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Anton BrinkÍslendingar slasa sig einnig með þessum hætti og þekkir starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi slysin. „Við höfum séð nokkuð af avókadóslysum þar sem fólk sker sig eftir að hafa opnað avókadó,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta komi ekki upp daglega, en starfsmenn bráðamóttökunnar þekki vel til þessara slysa. „Yfirleitt fer þetta þannig fram að viðkomandi heldur á avókadó í annarri hendi og hnífurinn hrekkur til í lófa eða fingur viðkomandi,“ segir Jón Magnús. Þá gerast alvarlegustu slysin þegar fólk stingur í steininn í þeim tilgangi að fjarlægja hann. „Það má fara gætilega við að skera avókadó og annað,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Matur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira