Týndur smali og bátur sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 06:39 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bátsins sem hafði strandað. Vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira