Börsungar upp í 2. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2019 16:00 Suárez kom Barcelona á bragðið gegn Getafe. vísir/getty Barcelona vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Getafe, 0-2, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum komust Börsungar upp í 2. sæti deildarinnar. Á 41. mínútu kom Luis Suárez Barcelona yfir. Hann fékk þá langa sendingu inn fyrir vörn Getafe frá Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, og vippaði boltanum yfir David Soria í marki Getafe. Í upphafi seinni hálfleik kom Junior Firpo Barcelona í 0-2 með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Hann fylgdi þá eftir skoti Carles Pérez sem Soria varði. Þegar átta mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet, miðvörður Barcelona, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Rauða spjaldið hafði þó engin áhrif á úrslitin og Barcelona fagnaði góðum sigri. Spænski boltinn
Barcelona vann sinn annan leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Getafe, 0-2, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Með sigrinum komust Börsungar upp í 2. sæti deildarinnar. Á 41. mínútu kom Luis Suárez Barcelona yfir. Hann fékk þá langa sendingu inn fyrir vörn Getafe frá Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, og vippaði boltanum yfir David Soria í marki Getafe. Í upphafi seinni hálfleik kom Junior Firpo Barcelona í 0-2 með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Hann fylgdi þá eftir skoti Carles Pérez sem Soria varði. Þegar átta mínútur voru til leiksloka fékk Clement Lenglet, miðvörður Barcelona, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Rauða spjaldið hafði þó engin áhrif á úrslitin og Barcelona fagnaði góðum sigri.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn