Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 12:21 Blómstrandi hestakastaníutré á Englandi. Vísir/Getty Hestakastaníutré er á meðal tæplega helmings ríflega fjögur hundruð evrópskra trjátegunda sem eru nú skilgreindar í útrýmingarhættu hjá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum. Trjánum stafar meðal annars ógn af aðgerðum manna, beint og óbeint. Í skýrslu samtakanna IUCN er lagt mat á ástand 454 trjátegunda sem eru upprunnar í Evrópu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 42% þeirra eru talin í útrýmingarhættu að einhverju leyti. Af þeim trjám sem eru aðeins til í Evrópu eru 58% í hættu. Craig Hilton-Taylor, yfirmaður válista IUCN, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni. Tré sé lífsnauðsynleg á jörðinni. Evrópsk tré séu uppspretta matar og skjóls fyrir fjölmargar dýrategundir eins og fugla og íkorna. Þau leiki jafnframt mikilvægt efnahagslegt hlutverk. Ágangur mölflugna og sjúkdóma er það sem ógnar hestakastaníutrénu sem samtökin telja nú í nokkurri hættu á útrýmingu. Ýmislegt ógnar trjánum í Evrópu, þar á meðal meindýr, sjúkdómar, samkeppni við ágengar nýjar tegundir, skógareyðing, ósjálfbært skógarhögg, breytt landnotkun og skógareldar. Luc Bas, forstjóri skrifstofu IUCN í Evrópu, segir að aðgerðir manna valdi hnignun trjátegunda um alla álfuna. „Þessi skýrsla sýnir hversu slæmt ástandið er fyrir margar vanmetnar tegundir sem hafa ekki fengið athygli en eru bakbeinið í vistkerfum Evrópu og leggja sitt að mörkum til heilbrigðrar plánetu,“ segir Bas. Önnur skýrsla bendir til þess að tæpur helmingur runnategunda í Evrópu sé í hættu á útrýmingu vegna eyðingar og taps víðerna í Evrópu auk landbúnaðar, ágengra nýrra tegunda og loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Hestakastaníutré er á meðal tæplega helmings ríflega fjögur hundruð evrópskra trjátegunda sem eru nú skilgreindar í útrýmingarhættu hjá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum. Trjánum stafar meðal annars ógn af aðgerðum manna, beint og óbeint. Í skýrslu samtakanna IUCN er lagt mat á ástand 454 trjátegunda sem eru upprunnar í Evrópu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 42% þeirra eru talin í útrýmingarhættu að einhverju leyti. Af þeim trjám sem eru aðeins til í Evrópu eru 58% í hættu. Craig Hilton-Taylor, yfirmaður válista IUCN, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni. Tré sé lífsnauðsynleg á jörðinni. Evrópsk tré séu uppspretta matar og skjóls fyrir fjölmargar dýrategundir eins og fugla og íkorna. Þau leiki jafnframt mikilvægt efnahagslegt hlutverk. Ágangur mölflugna og sjúkdóma er það sem ógnar hestakastaníutrénu sem samtökin telja nú í nokkurri hættu á útrýmingu. Ýmislegt ógnar trjánum í Evrópu, þar á meðal meindýr, sjúkdómar, samkeppni við ágengar nýjar tegundir, skógareyðing, ósjálfbært skógarhögg, breytt landnotkun og skógareldar. Luc Bas, forstjóri skrifstofu IUCN í Evrópu, segir að aðgerðir manna valdi hnignun trjátegunda um alla álfuna. „Þessi skýrsla sýnir hversu slæmt ástandið er fyrir margar vanmetnar tegundir sem hafa ekki fengið athygli en eru bakbeinið í vistkerfum Evrópu og leggja sitt að mörkum til heilbrigðrar plánetu,“ segir Bas. Önnur skýrsla bendir til þess að tæpur helmingur runnategunda í Evrópu sé í hættu á útrýmingu vegna eyðingar og taps víðerna í Evrópu auk landbúnaðar, ágengra nýrra tegunda og loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira