Opna sögusýningu í tilefni af 70 ára afmæli Þróttar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 12:32 Vaskir menn við undirbúning sögusýningarinnar í Laugardal. Mynd/Sigurlaugur Ingólfsson Sérstök sögusýning verður opnuð í tilefni af sjötíu ára afmæli Knattspyrnufélagsins Þróttur sem fagnað er um þessar mundir. Félagið var stofnað í bragga við Ægisíðu vestur í bæ, þann 5. ágúst 1949. Félagið hefur staðið fyrir margs konar viðburðum á afmælisárinu og á morgun, laugardaginn 28. september, verður opnuð sérstök sögusýning í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Sigurlaugur Ingólfsson, sem fer fyrir minja- og sögunefnd félagsins, segir að undirbúningur að sýningunni hafi staðið frá því snemma á þessu ári. „Félagar hafa verið duglegir að gefa til félagsins, eða lána, gripi, myndir og annað sem tengist sögu okkar,“ segir Sigurlaugur. Gunnar Baldursson, leikmyndateiknari hjá Sjónvarpinu til margra ára, á heiðurinn á útliti sýningarinnar og má segja að gestir gangi í gegnum eins konar „minningaskóg“ af uppblásnum myndum úr starfi félagsins. Sýningin opnar klukkan 16 og verður boðið upp á kaffi og kleinur í tilefni dagsins. Gestir geta svo skoðað sýninguna næstu tvær vikur milli klukkan 11 og 17. Reykjavík Tímamót Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sérstök sögusýning verður opnuð í tilefni af sjötíu ára afmæli Knattspyrnufélagsins Þróttur sem fagnað er um þessar mundir. Félagið var stofnað í bragga við Ægisíðu vestur í bæ, þann 5. ágúst 1949. Félagið hefur staðið fyrir margs konar viðburðum á afmælisárinu og á morgun, laugardaginn 28. september, verður opnuð sérstök sögusýning í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Sigurlaugur Ingólfsson, sem fer fyrir minja- og sögunefnd félagsins, segir að undirbúningur að sýningunni hafi staðið frá því snemma á þessu ári. „Félagar hafa verið duglegir að gefa til félagsins, eða lána, gripi, myndir og annað sem tengist sögu okkar,“ segir Sigurlaugur. Gunnar Baldursson, leikmyndateiknari hjá Sjónvarpinu til margra ára, á heiðurinn á útliti sýningarinnar og má segja að gestir gangi í gegnum eins konar „minningaskóg“ af uppblásnum myndum úr starfi félagsins. Sýningin opnar klukkan 16 og verður boðið upp á kaffi og kleinur í tilefni dagsins. Gestir geta svo skoðað sýninguna næstu tvær vikur milli klukkan 11 og 17.
Reykjavík Tímamót Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira