Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 21:00 Björn Jón Bragason, annar blaðamaðurinn sem kvartaði undan framgöngu ríkislögreglustjóra. Vísir Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29
Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent