Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 23:26 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14
Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34
Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33