Lýsir eftirmálum nauðgunar í áhrifamikilli stuttmynd Sylvía Hall skrifar 28. september 2019 15:34 Chanel Miller steig nýlega fram undir nafni eftir að hafa verið nafnlaus í máli sem vakti heimsathygli. Skjáskot Chanel Miller, fórnarlamb nauðgarans Brock Turner, segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi í nýrri stuttmynd sem hún gaf út nú á dögunum. Myndin heitir I Am With You og er skreytt með teikningum Miller þar sem hún fer yfir afleiðingar nauðgunar. Miller steig nýlega fram undir nafni en áður hafði hún verið þekkt sem Emily Doe, fórnarlamb Brock Turners. Turner nauðgaði Miller á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015 þegar hún var meðvitundarlaus.Sjá einnig: Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Málið vakti heimsathygli fyrir þær sakir að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi og afplánaði aðeins helming dómsins. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/GettyLýsir átakanlegum réttarhöldum Í stuttmyndinni fer Miller yfir eftirmála nauðgunarinnar. Hún lýsir því hvernig hún þorði varla út úr húsi og skömmin hafi elt hana hvert sem hún fór. Hún hafi ekki þorað að tala um árásina vegna ótta um að hún yrði að eilífu dæmd út frá því sem gerðist. „Í dómsal notaði dómari orð eins og: „vægt, ekki jafn alvarlegt“ til þess að lýsa glæpnum. Ég man eftir réttarhöldunum þegar verjandinn stóð fyrir framan kviðdóminn og sagði: „Chanel veit hvernig þú verður meðvitundarlaus. Þú drekkur mikið áfengi, og það var það sem hún gerði þetta kvöld – og mörg önnur kvöld til að vera hreinskilinn“,“ segir Miller í stuttmyndinni. Hún sagðist hafa skrifað tólf blaðsíðna vitnisburð sem hún las upp í dómsal og horfðist í augu við árásarmann sinn. Hún segir dómarann ekki hafa hlustað. Það var ekki fyrr en hún birti vitnisburðinn opinberlega að hún fór að finna fyrir alvöru stuðningi. Hún vilji því reyna að berjast gegn þeirri skömm sem fórnarlömb kynferðisbrota finna fyrir og biðlar til fólks að sýna stuðning. „Láttu heyra í þér þegar þau reyna að þagga niður í þér. Stattu upp þegar þau reyna að halda aftur af þér. Enginn fær að skilgreina þig, þú færð að gera það.“ Hér að neðan má sjá stuttmyndina í fullri lengd. Bandaríkin Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Chanel Miller, fórnarlamb nauðgarans Brock Turner, segir frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi í nýrri stuttmynd sem hún gaf út nú á dögunum. Myndin heitir I Am With You og er skreytt með teikningum Miller þar sem hún fer yfir afleiðingar nauðgunar. Miller steig nýlega fram undir nafni en áður hafði hún verið þekkt sem Emily Doe, fórnarlamb Brock Turners. Turner nauðgaði Miller á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í Kaliforníu í janúar 2015 þegar hún var meðvitundarlaus.Sjá einnig: Fórnarlamb nauðgarans Brocks Turners stígur fram undir nafni í fyrsta skipti Málið vakti heimsathygli fyrir þær sakir að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi og afplánaði aðeins helming dómsins. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn er 14 ára fangelsi. Aaron Persky, dómarinn í málinu, taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í aðeins sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Persky bar því fyrir sig að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner.Brock Turner. Mál hans vakti mikla reiði í Bandaríkjunum, og um heim allan, eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016.Vísir/GettyLýsir átakanlegum réttarhöldum Í stuttmyndinni fer Miller yfir eftirmála nauðgunarinnar. Hún lýsir því hvernig hún þorði varla út úr húsi og skömmin hafi elt hana hvert sem hún fór. Hún hafi ekki þorað að tala um árásina vegna ótta um að hún yrði að eilífu dæmd út frá því sem gerðist. „Í dómsal notaði dómari orð eins og: „vægt, ekki jafn alvarlegt“ til þess að lýsa glæpnum. Ég man eftir réttarhöldunum þegar verjandinn stóð fyrir framan kviðdóminn og sagði: „Chanel veit hvernig þú verður meðvitundarlaus. Þú drekkur mikið áfengi, og það var það sem hún gerði þetta kvöld – og mörg önnur kvöld til að vera hreinskilinn“,“ segir Miller í stuttmyndinni. Hún sagðist hafa skrifað tólf blaðsíðna vitnisburð sem hún las upp í dómsal og horfðist í augu við árásarmann sinn. Hún segir dómarann ekki hafa hlustað. Það var ekki fyrr en hún birti vitnisburðinn opinberlega að hún fór að finna fyrir alvöru stuðningi. Hún vilji því reyna að berjast gegn þeirri skömm sem fórnarlömb kynferðisbrota finna fyrir og biðlar til fólks að sýna stuðning. „Láttu heyra í þér þegar þau reyna að þagga niður í þér. Stattu upp þegar þau reyna að halda aftur af þér. Enginn fær að skilgreina þig, þú færð að gera það.“ Hér að neðan má sjá stuttmyndina í fullri lengd.
Bandaríkin Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26 Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Stanford-nauðgarinn áfrýjar: „Það sem gerðist er ekki glæpur“ Brock Turner sat þrjá mánuði í fangelsi fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar árið 2015. 2. desember 2017 21:26
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. 8. desember 2016 14:26
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42