Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 18:30 Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54