Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 18:30 Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins ætlar að hvetja blaðamenn til að grípa til verkfallsaðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í kjaraviðræðum félagsins. Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Eftir ítarlegar kjaraviðræður undanfarið hálft ár ákvað Blaðamannafélag Íslands í gær að slíta viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Blaðamannafélagsins segir aðgerðir það eina í stöðunni. „Við fengum tilboð á fimmtudag sem var gjörsamlega óviðunandi. Við hefðum getað fengið það í apríl í vor, því það var ekkert tillit tekið til ítarlegra viðræðna sem við höfum verið í í allt sumar. Þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að slíta viðræðum, því miður, og undirbúa aðgerðir,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tilboð samtakanna væri sambærilegt við aðra kjarasamninga sem SA hafa gengið frá á undanförnum misserum. Samtökin séu búin að ljúka gerð kjarasamninga við um það bil 95% af sínum viðsemjendum og það hafi gengið ágætlega hingað til. Hjálmar segir blaðamenn ekki hafa getað gengið að þessu tilboði því það henti ekki starfsskilyrðum þeirra. „Við erum ekki að fara fram á meiri hækkanir eða launaútgjöld fyrir fyrirtæki heldur en í öðrum samningum. Við viljum hins vegar aðlaga samninginn að aðstæðum og starfsskilyrðum blaðamanna. Þegar ekkert tillit er tekið til okkar óska eða skilyrða þá verðum við að grípa til aðgerða. Tilboð SA verði kynnt blaðamönnum á næstu dögum, sem ákveða næstu skref. Aðspurður um hvort hann muni tala fyrir verkfallsaðgerðum svarar Hjálmar afdráttarlaust: „Að sjálfsögðu, það er eina vopnið sem fátækt fólk hefur.“ Hvernig myndu slíkar aðgerðir líta út? „Þetta er það sem við erum að móta, blaðamenn hafa ekki farið í verkfall síðan 1978 og þá var netið nú ekki til. Við munum því auðvitað horfa til þess hvernig fjölmiðlarnir eru í dag, en tryggja það að fólk hafi aðgang að upplýsingum. Það er okkar skylda og við getum ekki látið þá skyldu fyrir bí þó svo að við séum í kjaradeilu,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. 27. september 2019 17:54