Hætta sölu á vinsælu brjóstsviðalyfi vegna krabbameinsvaldandi efnis Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2019 11:55 Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð. Bandaríkin Lyf Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Bandaríski lyfsölurisinn CVS hefur bæst í hóp fyrirtækja sem selur ekki lengur brjóstsviðalyfið Zantac. Rannsókn stendur yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni sem fannst í lyfinu og öðrum með sama virka efni. Zantac verið innkallað í Kanada og Frakklandi. Heilbrigðis- og matvælayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tilkynntu um miðjan mánuðinn að þau væru að skoða nitrósamín, mögulega krabbameinsvaldandi efni, sem væri að finna í lyfjum sem innihalda virka efnið ranitidín, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Zantac hefur meðal annars verið selt á Íslandi. Samkvæmt lyfjaskrá inniheldur lyfið Asýran einnig ranitidín. Lyfin eiga að draga úr framleiðslu magasýru í sjúklingum með brjóstsviða og magasár. Yfirvöld hafa sagt að engin bráð hætta sé á ferðum. Sjúklingar ættu ekki að hætta að taka lyfið strax heldur ráðfæra sig við lækni til að skrifa upp á lyf með öðru virku efni en ranitidín. CVS tilkynnti engu að síður í gær að fyrirtækið ætla að hætta sölu á Zantac í verslunum sínum til að gæta fyllstu varkárni þrátt fyrir að lyfin hafi ekki verið innkölluð. Áður hafa aðrar stórar keðjur eins og Walgreens, Walmart og Rite Aid hætt sölu á lyfinu í Bandaríkjunum. Í tilkynningu Lyfjastofnunar á föstudag sagði að evrópsk lyfjayfirvöld hafi farið fram á við markaðsleyfishafa að þeir endurmeti ferli alla lyfja sem innihalda efnasmíðuð virk efni til að meta áhættu á myndun svonefndra nítrósamína. Rannsóknir benda til þess að þau geti valdið krabbameini í mönnum. Áhættan á að þeir sem taka lyf sem nítrósamín hefur fundist í fái krabbamein sé talin lítil. Nítrósamín fannst í allmörgum blóðþrýstingslyfjum í fyrra. Það leiddi til þess að mörg þeirra voru innkölluð.
Bandaríkin Lyf Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira