Viðskipti og samvinna stuðla að framþróun ríkja Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 10. september 2019 07:00 Fyrsta minning mín um mikilvægi þess að styðja við þá sem minna mega sín var þegar ég og vinkonur mínar, þá 7 ára, settum upp tombólu og gáfum ágóðann, heilar 3.640 kr. til Rauða krossins – í fullvissu um að það myndi bæta heiminn. Þótt þessar krónur hafi eflaust ekki skipt sköpum fyrir Rauða krossinn var þetta fyrsta skref okkar vinkvenna í því að gefa til hinna þurfandi úti í heimi – fólks sem við myndum aldrei hitta í eigin persónu. Það var langtum betri tilfinning en að hendast út í sjoppu og kaupa sælgæti fyrir ágóðann.Öll ríki eru í þróun Í einlægum tilraunum sem þessum hefur því miður nokkurs yfirlætis gætt í hugarfari og orðavali. Framlög til uppbyggingar í hinum svokölluðu „vanþróuðu“ ríkjum hafa oftar en ekki verið hugsuð og útfærð á forsendum þeirra sem kölluð eru „þróuð“ ríki. Þau vilja vel – en átta sig ekki endilega á því hvað samvinnuaðilinn þarf í raun eða hvað virkar í því samfélagi til lengri tíma. Stöldrum því aðeins við og gefum því gaum hve hrokafullt orðavalið er í raun um „vanþróuð“ og „þróuð“ ríki. Er ekki réttara og sanngjarnara að tala um há- og lágtekjuríki í þessu samhengi? Sem betur fer hafa langflest samtök og fyrirtæki, einstaklingar og leiðtogar ríkja áttað sig á því að þróunarsamvinna snýst ekki um að gefa fjármagn í blindni eða þröngva eigin lausnum upp á önnur samfélög. Hún snýst um að huga að uppbyggingu þekkingar, kunnáttu og skipulags, sem til lengri tíma getur stuðlað að sjálfbærni og betri lífskjörum fyrir fólkið í viðkomandi landi og á þess forsendum. Þróunarsamvinna er nefnilega ekki svo einföld að „þróuð ríki leiði vanþróuð ríki út úr fátækt“. Öll ríki eru í þróun og því hefur eitt mesta framfaraskrefið í þessum efnum verið í þeim nýmælum að hvetja fyrirtæki til þátttöku þar sem viðskipti eru notuð með beinum hætti til að stuðla að þróun. Með þessum hætti er samvinna milli ríkja nýtt með auknum tækifærum og velsæld fyrir alla sem að samstarfinu koma.Íslensk fyrirtæki hefja þróunarsamvinnu með beinum hætti Fyrstu íslensku fyrirtækin sem nú leggja í slíka vegferð, fyrir tilstilli samstarfssjóðs utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið um heimsmarkmiðin, eru Marel og Thoregs. Bæði fyrirtækin munu stuðla að aukinni þekkingu á tækni og vinnslu í matvælaiðnaði með það að markmiði að hafa bein áhrif á verðmæti afurða, uppbyggingu atvinnumöguleika og sjálfbæran vöxt starfsemi í viðkomandi landi. Með sjóðnum fá fyrirtækin aukin tækifæri til að leggja lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu með því að leggja til þekkingu, fjármagn og búnað sem stuðlar að bættum lífskjörum í lágtekjuríkjum til lengri tíma, en geta líka skapað gagnkvæm viðskiptasambönd til framtíðar. Fjölmörg íslensk fyrirtæki geta miðlað þekkingu sinni og reynslu í nýju umhverfi þar sem dýrmæt samvinna verður til og sem ryður jafnvel brautir nýsköpunar svo að báðir aðilar verða reynslunni ríkari. Frá ungum tombóluhaldara til fyrirtækjafrömuða – við eigum það flest sammerkt að vilja bæta heiminn. Með beinni þátttöku í þróunarsamvinnu erum við nokkrum skrefum nær. Greinin er skrifuð í tilefni átaksins Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er á vegum félagasamtaka er starfa í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu í samstarfi við utanríkisráðuneyti. Markmið átaksins er að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, að taka þátt í þróunarsamvinnu og vinna þannig markvisst að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta minning mín um mikilvægi þess að styðja við þá sem minna mega sín var þegar ég og vinkonur mínar, þá 7 ára, settum upp tombólu og gáfum ágóðann, heilar 3.640 kr. til Rauða krossins – í fullvissu um að það myndi bæta heiminn. Þótt þessar krónur hafi eflaust ekki skipt sköpum fyrir Rauða krossinn var þetta fyrsta skref okkar vinkvenna í því að gefa til hinna þurfandi úti í heimi – fólks sem við myndum aldrei hitta í eigin persónu. Það var langtum betri tilfinning en að hendast út í sjoppu og kaupa sælgæti fyrir ágóðann.Öll ríki eru í þróun Í einlægum tilraunum sem þessum hefur því miður nokkurs yfirlætis gætt í hugarfari og orðavali. Framlög til uppbyggingar í hinum svokölluðu „vanþróuðu“ ríkjum hafa oftar en ekki verið hugsuð og útfærð á forsendum þeirra sem kölluð eru „þróuð“ ríki. Þau vilja vel – en átta sig ekki endilega á því hvað samvinnuaðilinn þarf í raun eða hvað virkar í því samfélagi til lengri tíma. Stöldrum því aðeins við og gefum því gaum hve hrokafullt orðavalið er í raun um „vanþróuð“ og „þróuð“ ríki. Er ekki réttara og sanngjarnara að tala um há- og lágtekjuríki í þessu samhengi? Sem betur fer hafa langflest samtök og fyrirtæki, einstaklingar og leiðtogar ríkja áttað sig á því að þróunarsamvinna snýst ekki um að gefa fjármagn í blindni eða þröngva eigin lausnum upp á önnur samfélög. Hún snýst um að huga að uppbyggingu þekkingar, kunnáttu og skipulags, sem til lengri tíma getur stuðlað að sjálfbærni og betri lífskjörum fyrir fólkið í viðkomandi landi og á þess forsendum. Þróunarsamvinna er nefnilega ekki svo einföld að „þróuð ríki leiði vanþróuð ríki út úr fátækt“. Öll ríki eru í þróun og því hefur eitt mesta framfaraskrefið í þessum efnum verið í þeim nýmælum að hvetja fyrirtæki til þátttöku þar sem viðskipti eru notuð með beinum hætti til að stuðla að þróun. Með þessum hætti er samvinna milli ríkja nýtt með auknum tækifærum og velsæld fyrir alla sem að samstarfinu koma.Íslensk fyrirtæki hefja þróunarsamvinnu með beinum hætti Fyrstu íslensku fyrirtækin sem nú leggja í slíka vegferð, fyrir tilstilli samstarfssjóðs utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið um heimsmarkmiðin, eru Marel og Thoregs. Bæði fyrirtækin munu stuðla að aukinni þekkingu á tækni og vinnslu í matvælaiðnaði með það að markmiði að hafa bein áhrif á verðmæti afurða, uppbyggingu atvinnumöguleika og sjálfbæran vöxt starfsemi í viðkomandi landi. Með sjóðnum fá fyrirtækin aukin tækifæri til að leggja lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu með því að leggja til þekkingu, fjármagn og búnað sem stuðlar að bættum lífskjörum í lágtekjuríkjum til lengri tíma, en geta líka skapað gagnkvæm viðskiptasambönd til framtíðar. Fjölmörg íslensk fyrirtæki geta miðlað þekkingu sinni og reynslu í nýju umhverfi þar sem dýrmæt samvinna verður til og sem ryður jafnvel brautir nýsköpunar svo að báðir aðilar verða reynslunni ríkari. Frá ungum tombóluhaldara til fyrirtækjafrömuða – við eigum það flest sammerkt að vilja bæta heiminn. Með beinni þátttöku í þróunarsamvinnu erum við nokkrum skrefum nær. Greinin er skrifuð í tilefni átaksins Þróunarsamvinna ber ávöxt sem er á vegum félagasamtaka er starfa í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu í samstarfi við utanríkisráðuneyti. Markmið átaksins er að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, að taka þátt í þróunarsamvinnu og vinna þannig markvisst að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar