Arnór Ingvi fagnar leiktímanum en sér fram á erfitt haust Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 11:30 Arnór Ingvi Traustason. Mynd/S2 Sport Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira