Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2019 19:27 Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. Vísir/Vilhelm Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“ Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“
Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15