Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íþróttadeild skrifar 10. september 2019 20:52 Gylfi skoraði og var besti leikmaður Íslands. vísir/daníel Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira