Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íþróttadeild skrifar 10. september 2019 20:52 Gylfi skoraði og var besti leikmaður Íslands. vísir/daníel Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli í undankeppni EM 2020 í kvöld. Íslenska liðið var afleitt í fyrri hálfleik og var marki undir að honum loknum, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði á 47. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar kom Elseid Hysaj, fyrirliði Albaníu, heimamönnum aftur yfir. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á 56. mínútu og jafnaði með sinni fyrstu snertingu. Þá gaf íslenska liðið aftur eftir og Albanir skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. Gylfi stóð upp úr í slöku íslensku liði en Rúnar Már Sigurjónsson lék einnig vel í seinni hálfleik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Gat lítið gert í mörkunum en gerði ekkert aukalega. Ekki jafn öruggur og vanalega með landsliðinu.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 2 Afleitur leikur hjá Hirti. Sigraður í loftinu í fyrra marki Albana, leit ekkert sérstaklega vel út í öðru markinu og gaf Odise Roshi alltof mikinn tíma og pláss í þriðja markinu. Er ekki bakvörður og það sást í kvöld.Kári Árnason, miðvörður 3 Nokkrum sinnum teymdur út úr stöðu og átti í miklum vandræðum allan leikinn. Lagði upp mark Kolbeins. Fékk boltann í sig í þriðja marki Albaníu. Tognaði undir lok leiks.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 4 Skárri en Kári átti ekkert sérstakan leik. Hluti af vörn sem fékk á sig fjögur mörk.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í vandræðum með Hysaj. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Moldóvu. Lagði upp gott færi fyrir Jón Daða í seinni hálfleik.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður 6 Rólegur í fyrri hálfleik en mjög góður í þeim seinni. Lagði upp mark fyrir Gylfa.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 4 Náði engum tökum á miðjunni og var alltaf í eltingarleik. Hysaj fór illa með hann í öðru marki Albana. Einn slakasti landsleikur Arons. Virkaði bensínlaus undir lokin.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Náði engum takti og átti í erfiðleikum. Tekinn af velli snemma í seinni hálfleik.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Sást lítið og hefur oft spilað betur.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hættulegasti maður Íslands og jafnaði í upphafi seinni hálfleiks. Átti nokkrar ágætar tilraunir.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Einmana í fremstu víglínu en fékk meiri þjónustu í seinni hálfleik. Tvisvar nálægt því að skora í seinni hálfleik.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Emil á 56. mínútu) 7 Skoraði með sinni fyrstu snertingu, sitt 25. landsliðsmark. Var mjög öflugur fyrst eftir að hann kom inn á en fékk svo enga þjónustu.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn á fyrir Birki á 71. mínútu) Engin draumainnkoma. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira