Gylfi: Ekki búið fyrr en í nóvember Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2019 21:12 Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld er Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu ytra. Gylfi segir þó að möguleiki Íslands á að komast á EM sé ekki farinn úr þeirra höndum. „Gríðarleg vonbrigði. Mjög slakir heilt yfir, bæði varnar og sóknarlega. Það var lítið að gerast fram á við. Við áttum skot í fyrri hálfleik en Albanir voru betri og áttu þetta skilið,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu. Hvað var eiginlega í gangi í fyrri hálfleik? „Við vorum í erfiðleikum með þriggja manna varnarlínuna og háu bakverðina. Við skorum snemma í síðari hálfleik og jöfnum í 2-2. Við kannski sækjum aðeins of mikið til að skora þriðja markið og þetta er opið hjá okkur. Við urðum að sækja þrjú stig en heilt yfir var þetta slakt.“ Íslenska liðið kom tvisvar til baka og segir Gylfi að liðið hafi viljað sækja stigin þrjú. „Við áttum 30 mínútur eftir er staðan var 2-2 og við trúðum því að við værum að fara skora þriðja markið en þetta gengur ekki alltaf upp.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Þetta verður erfiðara núna en við höfum áður farið til Tyrklands og sótt í þrjú stig og viljum gera það aftur núna.“ Hafnfirðingurinn segir þó að möguleikinn á að komast á EM sé enn til staðar en næstu tveir leikir fara fram í næsta mánuði og riðillinn klárast svo í nóvember. „Það eru fjórir leikir eftir og tólf stig. Það er nóg eftir. Við getum misstigið okkur eins og öll hin liðin. Þetta er ekki búið fyrr en í nóvember svo ef við förum til Tyrklands og náum í þrjú stig er allt opið,“ sagði Gylfi. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50 Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld er Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu ytra. Gylfi segir þó að möguleiki Íslands á að komast á EM sé ekki farinn úr þeirra höndum. „Gríðarleg vonbrigði. Mjög slakir heilt yfir, bæði varnar og sóknarlega. Það var lítið að gerast fram á við. Við áttum skot í fyrri hálfleik en Albanir voru betri og áttu þetta skilið,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Albaníu. Hvað var eiginlega í gangi í fyrri hálfleik? „Við vorum í erfiðleikum með þriggja manna varnarlínuna og háu bakverðina. Við skorum snemma í síðari hálfleik og jöfnum í 2-2. Við kannski sækjum aðeins of mikið til að skora þriðja markið og þetta er opið hjá okkur. Við urðum að sækja þrjú stig en heilt yfir var þetta slakt.“ Íslenska liðið kom tvisvar til baka og segir Gylfi að liðið hafi viljað sækja stigin þrjú. „Við áttum 30 mínútur eftir er staðan var 2-2 og við trúðum því að við værum að fara skora þriðja markið en þetta gengur ekki alltaf upp.“ „Við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt. Þetta verður erfiðara núna en við höfum áður farið til Tyrklands og sótt í þrjú stig og viljum gera það aftur núna.“ Hafnfirðingurinn segir þó að möguleikinn á að komast á EM sé enn til staðar en næstu tveir leikir fara fram í næsta mánuði og riðillinn klárast svo í nóvember. „Það eru fjórir leikir eftir og tólf stig. Það er nóg eftir. Við getum misstigið okkur eins og öll hin liðin. Þetta er ekki búið fyrr en í nóvember svo ef við förum til Tyrklands og náum í þrjú stig er allt opið,“ sagði Gylfi.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50 Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Twitter eftir leik: „Lykilmenn í ruglinu“ og mamma Birkis Más tjáir sig Íslenska landsliðið lá í valnum í kvöld er liðið tapaði 4-2 fyrir Albaníu á útivelli er liðin mættust í undankeppni EM 2020. 10. september 2019 20:50
Einkunnir eftir tapið í Albaníu: Hjörtur tvistaður Íslenska karlalandsliðinu var skellt niður á jörðina í Albaníu. 10. september 2019 20:52