Már Gunnarsson vann brons í 100 metra baksundi á HM fatlaðra í sundi sem fer fram í London.
Már, sem keppir í flokki S11, flokki alblindra, setti nýtt Íslandsmet í kvöld.
Hann synti metrana 100 á 1:10,43 og bætti Íslandsmet sitt um tæpa sekúndu.
Már setti „gamla“ Íslandsmetið í undanrásunum í morgun en það stóð ekki lengi. Það var jafnframt besti tíminn í undanrásunum.
Úkraínumaðurinn Viktor Smyrnov varð hlutskarpastur í 100 metra baksundinu. Rogier Dorsman varð annar.
Már vann brons á HM
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
