FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 11. september 2019 08:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, keypti hlutinn af FISK-Seafood. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, keypti hlutinn af FISK, samtals 196,5 milljónir hluta á genginu 40,4 eða fyrir um 7,94 milljarða króna. Eftir viðskiptin fer ÚR í dag með 48 prósenta hlut í Brimi. Útgerðarfyrirtæki kaupfélagsins kom fyrst inn í hluthafahóp Brims, sem áður hét HB Grandi, þann 18. ágúst síðastliðinn þegar félagið keypti um 8,3 prósenta hlut af Gildi lífeyrissjóði. Gengið í þeim viðskiptum nam 33 krónum á hlut og var kaupverðið því samtals fimm milljarðar króna. Fjórum dögum síðar bætti FISK-Seafood við eignarhlut sinn með kaupum á 34 milljónum hluta að nafnverði á genginu 36 og þá keypti félagið að lokum 11 milljónir hluta á genginu 36,06 þann 28. ágúst síðastliðinn. FISK-Seafood greiddi því samanlagt um 6,62 milljarða króna fyrir bréf sín í Brimi – samtals 10,18 prósenta hlut – sem félagið hefur núna skömmu selt frá sér með 1.320 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. FISK-Seafood, sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, gekk á síðasta ári frá kaupum á öllum eignarhlut Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem er stærsti hluthafi Brims, í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en um var að ræða þriðjungshlut. Kaupverðið nam 9,4 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, keypti hlutinn af FISK, samtals 196,5 milljónir hluta á genginu 40,4 eða fyrir um 7,94 milljarða króna. Eftir viðskiptin fer ÚR í dag með 48 prósenta hlut í Brimi. Útgerðarfyrirtæki kaupfélagsins kom fyrst inn í hluthafahóp Brims, sem áður hét HB Grandi, þann 18. ágúst síðastliðinn þegar félagið keypti um 8,3 prósenta hlut af Gildi lífeyrissjóði. Gengið í þeim viðskiptum nam 33 krónum á hlut og var kaupverðið því samtals fimm milljarðar króna. Fjórum dögum síðar bætti FISK-Seafood við eignarhlut sinn með kaupum á 34 milljónum hluta að nafnverði á genginu 36 og þá keypti félagið að lokum 11 milljónir hluta á genginu 36,06 þann 28. ágúst síðastliðinn. FISK-Seafood greiddi því samanlagt um 6,62 milljarða króna fyrir bréf sín í Brimi – samtals 10,18 prósenta hlut – sem félagið hefur núna skömmu selt frá sér með 1.320 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. FISK-Seafood, sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, gekk á síðasta ári frá kaupum á öllum eignarhlut Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem er stærsti hluthafi Brims, í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum en um var að ræða þriðjungshlut. Kaupverðið nam 9,4 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira