Gísli pólfari kaupir Vigur á hundruð milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 14:15 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vísir Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins. Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arctic Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hefur fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.Eyjan hefur verið í sölu síðan í júní í fyrra. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, tjáði Vísi á þeim tíma að verðmiðinn á eyjunni væri hærra megin við 300 milljónir króna. Ýmsir orðrómar fóru í kjölfarið og snerust meðal annars um áhyggjur íbúa á Vestfjörðum af því ef eyjan kæmist í hendur erlendra aðila sem gætu ákveðið að loka eyjunni og hafa útaf fyrir sig. RÚV greindi frá því í ágúst að tilboð erlendra aðila í eyjuna hefði verið samþykkt í sumar. Hins vegar hefði staðið í viðkomandi reglur varðandi sóttkví og einangrun þegar dýr eru flutt inn til landsins. Fallið var frá tilboðinu og opnað að nýju fyrir tilboð. Gísli, sem ber titilinn pólfari á Já.is þangað sem hann hefur komið oftar en einu sinni á risabílum Arctic Trucks, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að hnýta um hefðbundna lausa enda við sölu á eign af þessari stærðargráðu.Gísli Jónsson ásamt félögum sínum hjá Arctic Trucks um árið þegar þeir fylgdu eftir gönguskíðagörpum frá Þýskalandi og Austurríki sem kepptu í skíðagöngu á Suðurskautslandinu. Gísli er skráður með titilinn pólfari á Já.is.Sögufræg eyjaEyjan hefur verið í eigu Salvars Baldurssonar og dánarbús bróður hans frá árinu 1994 en Salvar býr á eyjunni ásamt konu sinni Hugrúnu Magnúsdóttur. Til stendur að selja eyjuna í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum.Eyjan er um 45 hektarar með um tíu hekturum ræktaðs lands. Húsakosturinn er um 700 fermetrar, þar á meðal rúmlega 200 fermetra íbúðarhús og veitingasalur sem rýmir áttatíu gesti.Vigur er sögufræg eyja og eru tvö hús þar í eigu Þjóðminjasafnsins. Annars vegar er þar eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri sem talið er að hafi verið reist um 1860. Hins vegar er svonefnt Viktoríuhús, timburhús sem reist var um svipað leyti, að því er kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins.
Ferðamennska á Íslandi Súðavík Tengdar fréttir Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37 Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41 Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Áfall fyrir ferðaþjónustuna ef nýr eigandi Vigurs myndi loka eyjunni Tæplega ellefu þúsund ferðamenn heimsækja eyjuna yfir sumarmánuðina. 9. júlí 2018 13:37
Höfðu áhuga á að flytja skíðamenn með þyrlu frá Vigur í friðlandið Vigur er enn til sölu. 26. október 2018 10:41
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi til sölu Um tíu til ellefu þúsund gestir koma í eyjuna á hverju ári og er hún sögð bjóða upp á töluverða tekjumöguleika. 4. júní 2018 13:15