Snákagryfjan Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 12. september 2019 07:15 Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var gaman að fá að mæla með öllu því frábæra sem hægt er að gera, enda er af nægu að taka þegar kemur að mat, drykk og afþreyingu. Það þurfti ekki að vara við mörgu, enda er Reykjavík býsna öruggur staður fyrir ferðamann. Það eru engir úlfar í Kirkjugarðinum eða raðmorðingi í Grjótaþorpinu eftir því sem ég best veit. Varúðarorðin voru alltaf einfaldlega þessi: Ekki versla í 10-11. Íslendingar hafa alltaf umborið 10-11 af ákveðinni gremju. Verðin eru himinhá, en þegar þú þarft nauðsynlega að fá Beikon-bugður á næturnar er ekki um margt annað að velja. Eða þannig var það allavega. Í dag eru þó nokkrar verslanir opnar allan sólarhringinn sem rukka þig ekki um hvítuna úr auganu fyrir samloku og djús. Sérstaða 10-11 hefur því átt undir högg að sækja og hefur mörgum útibúum nýverið verið lokað, en móðurskipið í miðbænum stendur enn. Nýlega var ég á vappi í miðbænum að morgni til með óbilandi löngun í eina kók. Ég sannfærði sjálfan mig um að það hlyti að vera í lagi að láta okra á sér einstöku sinnum og steig skjálfandi inn í snákagryfjuna við Austurstræti. Ég var hins vegar ekki lengi að flýja þegar ég sá að verðmiðinn á hálfs lítra flösku hljómaði upp á einar 489 krónur, en til samanburðar er hægt að fá tveggja lítra flösku á Domino’s á 420 krónur. Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var gaman að fá að mæla með öllu því frábæra sem hægt er að gera, enda er af nægu að taka þegar kemur að mat, drykk og afþreyingu. Það þurfti ekki að vara við mörgu, enda er Reykjavík býsna öruggur staður fyrir ferðamann. Það eru engir úlfar í Kirkjugarðinum eða raðmorðingi í Grjótaþorpinu eftir því sem ég best veit. Varúðarorðin voru alltaf einfaldlega þessi: Ekki versla í 10-11. Íslendingar hafa alltaf umborið 10-11 af ákveðinni gremju. Verðin eru himinhá, en þegar þú þarft nauðsynlega að fá Beikon-bugður á næturnar er ekki um margt annað að velja. Eða þannig var það allavega. Í dag eru þó nokkrar verslanir opnar allan sólarhringinn sem rukka þig ekki um hvítuna úr auganu fyrir samloku og djús. Sérstaða 10-11 hefur því átt undir högg að sækja og hefur mörgum útibúum nýverið verið lokað, en móðurskipið í miðbænum stendur enn. Nýlega var ég á vappi í miðbænum að morgni til með óbilandi löngun í eina kók. Ég sannfærði sjálfan mig um að það hlyti að vera í lagi að láta okra á sér einstöku sinnum og steig skjálfandi inn í snákagryfjuna við Austurstræti. Ég var hins vegar ekki lengi að flýja þegar ég sá að verðmiðinn á hálfs lítra flösku hljómaði upp á einar 489 krónur, en til samanburðar er hægt að fá tveggja lítra flösku á Domino’s á 420 krónur. Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun