Christophe var meðal annars umboðsmaður Aleksandar Mitrovic og félagaskipti Mitrovich til Newcastle árið 2015 eru ein af félagaskiptunum sem liggja undir grun.
Saksóknari í Brussel hefur staðfest að fjölmargar aðgerðir hafi átt sér stað í Mónakó, Belgíum og London á þriðjudag og miðvikudag. Tveir voru handteknir í aðgerðunum.
Agent Christophe Henrotay has been arrested in Monaco as part of an investigation into money laundering and corruption in player transfers, according to AFP.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 11, 2019
Einnig var ráðist í aðgerðir í apríl þar sem Anderlecht og belgíska knattspyrnusambandið lá undir grun en enginn var handtekinn í þeim aðgerðum.
Nú beinast spjótin að umboðsmanninum Henrotay en hann er meðal annars umboðsmaður Thibaut Courtois og Yannick Carraso, sem koma báðir frá Belgíu.