Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. september 2019 13:25 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segist ekki trúa því að óreyndu að samgönguráðherra og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætli sér að taka upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins til þess að fjármagna samgönguframkvæmdir. Hann segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt fulltrúa Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi kynnt framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en fundinn sátu kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna. Í fréttinni kemur fram að efni fundarins hafi ekki verið gert opinbert en að samkvæmt heimildum verði um 125 milljarðar króna settir í hinar ýmsu framkvæmdir fram til ársins 2033. Til að fjármagna samgönguframkvæmdir í og við höfuðborgarsvæðið, þar með talið borgarlínu, eru hugmyndir um að taka upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins. Eru hugmyndir um að gjöldin verði á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, þau verði hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki náðist í samgönguráðherra við vinnslu fréttarinnar og sagði aðstoðarmaður hans að málið yrði kynnt síðar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segist undrandi á þessum hugmyndum. „Ég trúi því ekki að óreyndu að þetta séu einhverjar raunverulegar hugmyndir. Ef þetta væri að ganga fram þá mættu íbúar á ákvðenum svæðum á höfuðborgarsvæðinu búast við að fá á sig viðbótarálögur sem væru kannski einhvers staðar á bilinu 30 til 40 þúsund krónur á mánuði. Ef við hugsum þetta í einu ári þá erum við komin í 4-500 þúsund og til að afla þeirra tekna þarf fólk að hafa yfir 700 þúsund í tekjur. Láglaunafólk væri þá tvo mánuði aukalega að vinna sér bara fyrir þessum nýju veggjöldum, fyrir utan annan kostnað við rekstur bílsins. Þannig að ég held að þetta sé mjög vanhugsað ef þetta er raunverulegt.“ Runólfur segir að nú þegar sé verið að rukka gríðarlegar fjárhæðir í formi skatta af bíleigendum og að aðeins hluti þess sé að skila sér í samgöngur og samgöngubætur „Fjölskyldurnar í landinu eru að borga þegar hátt í 80 milljarða króna í formi skatta af notkun einkabílsins. Þannig að aðeins hluti af því hefur runnið til samgangna og samgöngubóta og vegaframkvæmda. Það var val sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að draga úr samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og aukinn á móti styrkur til Strætó og almenningssamgangna. Því miður hefur það ekki skilað þeim árangri að halda í við þá umferðaraukningu sem hefur átt sér stað. Hluti af þeirri umferðaraukningu tengist meðal annars stóraukinni ferðaþjónustu,“ segir Runólfur. „Það er svolítið furðulegt að ætla svo að setja stórauknar álögur á afmarkaðan hóp landsmanna á höfuðborgarsvæðinu til þess að koma hlutum í það horf sem eðlilegt væri, og hefði átt fyrir löngu að gera ráðstafanir með.“ Reykjavík Samgöngur Skipulag Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag. 5. apríl 2019 15:56 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segist ekki trúa því að óreyndu að samgönguráðherra og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætli sér að taka upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins til þess að fjármagna samgönguframkvæmdir. Hann segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt fulltrúa Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi kynnt framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en fundinn sátu kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna. Í fréttinni kemur fram að efni fundarins hafi ekki verið gert opinbert en að samkvæmt heimildum verði um 125 milljarðar króna settir í hinar ýmsu framkvæmdir fram til ársins 2033. Til að fjármagna samgönguframkvæmdir í og við höfuðborgarsvæðið, þar með talið borgarlínu, eru hugmyndir um að taka upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins. Eru hugmyndir um að gjöldin verði á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð, þau verði hæst á háannatíma en lægri á öðrum tímum sólarhrings.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki náðist í samgönguráðherra við vinnslu fréttarinnar og sagði aðstoðarmaður hans að málið yrði kynnt síðar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segist undrandi á þessum hugmyndum. „Ég trúi því ekki að óreyndu að þetta séu einhverjar raunverulegar hugmyndir. Ef þetta væri að ganga fram þá mættu íbúar á ákvðenum svæðum á höfuðborgarsvæðinu búast við að fá á sig viðbótarálögur sem væru kannski einhvers staðar á bilinu 30 til 40 þúsund krónur á mánuði. Ef við hugsum þetta í einu ári þá erum við komin í 4-500 þúsund og til að afla þeirra tekna þarf fólk að hafa yfir 700 þúsund í tekjur. Láglaunafólk væri þá tvo mánuði aukalega að vinna sér bara fyrir þessum nýju veggjöldum, fyrir utan annan kostnað við rekstur bílsins. Þannig að ég held að þetta sé mjög vanhugsað ef þetta er raunverulegt.“ Runólfur segir að nú þegar sé verið að rukka gríðarlegar fjárhæðir í formi skatta af bíleigendum og að aðeins hluti þess sé að skila sér í samgöngur og samgöngubætur „Fjölskyldurnar í landinu eru að borga þegar hátt í 80 milljarða króna í formi skatta af notkun einkabílsins. Þannig að aðeins hluti af því hefur runnið til samgangna og samgöngubóta og vegaframkvæmda. Það var val sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að draga úr samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og aukinn á móti styrkur til Strætó og almenningssamgangna. Því miður hefur það ekki skilað þeim árangri að halda í við þá umferðaraukningu sem hefur átt sér stað. Hluti af þeirri umferðaraukningu tengist meðal annars stóraukinni ferðaþjónustu,“ segir Runólfur. „Það er svolítið furðulegt að ætla svo að setja stórauknar álögur á afmarkaðan hóp landsmanna á höfuðborgarsvæðinu til þess að koma hlutum í það horf sem eðlilegt væri, og hefði átt fyrir löngu að gera ráðstafanir með.“
Reykjavík Samgöngur Skipulag Vegtollar Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30 Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag. 5. apríl 2019 15:56 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Samgönguráðherra segir að ræða þurfi veggjöld betur á Alþingi og í samfélaginu Um sé að ræða mikla kerfisbreytingu sem kalli á umræðu á Alþingi og í samfélaginu öllu. 14. febrúar 2019 20:30
Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag. 5. apríl 2019 15:56
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30