Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2019 13:28 Gísli Kr. Björnsson lögmaður er eigandi Almennrar innheimtu. Hann er fyrrvernandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. Frá þessu er greint á vef samtakanna. Þar segir að Neytendasamtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, en auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er. „Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda,“ segir á vef Neytendasamtakanna. Þar sem félagið lúti ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Lögmannafélagið, eða úrskurðarnefnd þess, telji sig engin úrræði hafa, grípa Neytendasamtökin til þessa ráðs og sjá ekki annan kost í stöðunni en að óska eftir lögbanni. Neytendasamtökin segjast hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von sé á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér.
Neytendur Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35
Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00
Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30