Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 18:52 Andrew Wheeler, starfandi yfirmaður Umhverfisverndarstofnunnar Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. Löggjöfinni var ætlað að vernda votlendi, ár og læki víða um Bandaríkin og var þeim sérstaklega ætlað að vernda smærri ár og læki sem renna í stórar ár og vötn. Verktakar, námufyrirtæki og bændur voru sérstaklega ósáttir við lögin og sögðu þau brjóta gegn eignarrétti og skaða efnahagsþróun.AP fréttaveitan segir starfandi yfirmann Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna hafa skrifað grein þar sem hann sagði markmiðið niðurfellingar laganna að binda enda á óvissu bænda, verktaka og landeiganda. Hann gagnrýndi sérstaklega í greininni að lög Obama hefðu verndað „einangraðar tjarnir og læki sem renna eingöngu í rigningu“.Umhverfisverndarsinnar segja að afnám reglanna muni leiða til þess að gæði drykkjarvatns milljóna Bandaríkjamanna muni versna og að votlendi, sem sporni gegn flóðum, sía mengunarefni úr vatni og eru vistsvæði gífurlegs fjölda fiska, fugla og annarra dýra, standi nú frammi fyrir skemmdum.Samkvæmt Washington Post eru samtök umhverfisverndarsinna þegar byrjuð að undirbúa lögsókn gegn Umhverfisstofnunarinnar.Vatnsverndarlög Bandaríkjanna voru upprunalega sett árið 1972 og hefur umfang þeirra aukist mjög síðan þá. Með breytingum ríkisstjórnar Trump er í rauninni verið að færa lögin aftur til ársins 1986. EPA ætlar þó að leggja fram nýja skilgreiningu um hvaða ár, vötn og votlendi njóta verndar alríkisstjórnar Bandaríkjanna á næstu mánuðum. Tump hefur einsett sér að fella niður mörg af lögum Obama. Stór hluti þeirra laga snýr að umhverfisvernd og hefur forsetinn þegar fellt mörg þeirra niður. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. Löggjöfinni var ætlað að vernda votlendi, ár og læki víða um Bandaríkin og var þeim sérstaklega ætlað að vernda smærri ár og læki sem renna í stórar ár og vötn. Verktakar, námufyrirtæki og bændur voru sérstaklega ósáttir við lögin og sögðu þau brjóta gegn eignarrétti og skaða efnahagsþróun.AP fréttaveitan segir starfandi yfirmann Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna hafa skrifað grein þar sem hann sagði markmiðið niðurfellingar laganna að binda enda á óvissu bænda, verktaka og landeiganda. Hann gagnrýndi sérstaklega í greininni að lög Obama hefðu verndað „einangraðar tjarnir og læki sem renna eingöngu í rigningu“.Umhverfisverndarsinnar segja að afnám reglanna muni leiða til þess að gæði drykkjarvatns milljóna Bandaríkjamanna muni versna og að votlendi, sem sporni gegn flóðum, sía mengunarefni úr vatni og eru vistsvæði gífurlegs fjölda fiska, fugla og annarra dýra, standi nú frammi fyrir skemmdum.Samkvæmt Washington Post eru samtök umhverfisverndarsinna þegar byrjuð að undirbúa lögsókn gegn Umhverfisstofnunarinnar.Vatnsverndarlög Bandaríkjanna voru upprunalega sett árið 1972 og hefur umfang þeirra aukist mjög síðan þá. Með breytingum ríkisstjórnar Trump er í rauninni verið að færa lögin aftur til ársins 1986. EPA ætlar þó að leggja fram nýja skilgreiningu um hvaða ár, vötn og votlendi njóta verndar alríkisstjórnar Bandaríkjanna á næstu mánuðum. Tump hefur einsett sér að fella niður mörg af lögum Obama. Stór hluti þeirra laga snýr að umhverfisvernd og hefur forsetinn þegar fellt mörg þeirra niður.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Sjá meira