McCabe tók við stjórn FBI af Comey þegar Donald Trump, forseti, rak þann síðarnefnda og opnaði hann rannsókn á því hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey en FBI var þá að rannsaka möguleg tengsl framboðs Trump við yfirvöld í Rússlandi. McCabe var svo rekinn í mars í fyrra. Í lok þess dags ætlaði hann að setjast í helgan stein eftir að hafa unnið hjá FBI í 21 ár.
Hann hefur höfðað mál gegn Dómsmálaráðuneytinu og heldur því fram að brottrekstur hans hafi verið ólöglegur og eingöngu til kominn vegna illvilja forsetans í hans garð. Þann dag tísti forsetinn um McCabe, eins og hann hafði gert margsinnis áður, og fagnaði því að hann hefði verið rekinn.
Andrew McCabe FIRED, a great day for the hard working men and women of the FBI - A great day for Democracy. Sanctimonious James Comey was his boss and made McCabe look like a choirboy. He knew all about the lies and corruption going on at the highest levels of the FBI!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018
Í skýrslu innri rannsakenda FBI kemur fram að McCabe hafi leiðrétt svar sitt og sagt að hann hafi rætt við starfsmanninn um að tala við fjölmiðla, því honum þætti umfjöllun um að hann hefði reynt að grafa undan rannsóknum á Hillary Clinton, vera ósönn.