Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2019 12:15 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum fyrir viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra. fréttablaðið/ernir Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér. Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. Á meðal þess sem á að koma til kasta þingsins í vetur er frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aukið frelsi á leigubílamarkaði, frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um frumvarp til laga um leigubíla felur í sér nýja heildarlöggjöf um leigubíla hér á landi. Er markmið frumvarpsins að auka frelsi á leigubílamarkaði og tryggja örugga og góða þjónustu. Þá er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi það markmið að stofna þjóðgarð á miðhálendinu þar sem fjallað er um fyrrnefnt frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá því í janúar 2018 hefur þverpólitísk þingmannanefnd verið að störfum vegna stofnunar miðhálendisþjóðgarðs og er í skipunarbréfi hennar meðal annars gert ráð fyrir að unnið verði frumvarp um þjóðgarðinn.Einn maður í fleiri en einu sýslumannsembætti Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um skipta búsetu barna felur í sér breytingar á barnalögum sem og breytingar á fjölmörgum öðrum lögum. Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði heimild foreldra til þess að semja um skipta búsetu barns. Annað frumvarp á lista dómsmálaráðherra er frumvarp um skiptingu embættisverka milli sýslumanna. Með því frumvarpi er lagt til að einn maður geti gegnt fleiri en einu sýslumannsembætti til allt að fimm ára í senn. Þá leggur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, aftur fram frumvarp um neyslurými þar sem neytendum vímuefna verður veitt aðstaða þar þeir geta notað efnin á öruggan hátt. Markmiðið með neyslurými er að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða þeirra sem nota vímuefni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlög næsta árs fyrir viku síðan. Þá mun hann endurflytja frumvarp til laga um stofnun þjóðarsjóðs og leggja fram þingályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2021 til 2025 en þingmálalisti Bjarna er sá lengsti af listum ráðherrana; telur alls fjörutíu mál.Vernd uppljóstrara og SÍN í stað LÍN Á meðal mála sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hyggst leggja fram er frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem er liður í sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Þá hyggst Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggja fram frumvarp um vernd uppljóstrara og um bætta réttarstöðu þriðja aðila í upplýsingalögum en þriðji aðili er skilgreindur sem sá gæti haft hagsmuni af afhendingu upplýsinga. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun svo meðal annars leggja fram frumvarp til laga um Styrktarsjóð íslenskra námsmanna og fyrsta mál á lista Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um greiðsluþjónustu. Með því frumvarpi er lagt til að óheimilt verði að innheimta gjöld og kostnað af neytendalánum sem eru umfram lögbundið hámark hlutfallstölu kostnaðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur síðan meðal annars til frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra varðandi sóttkví og einangrunarstöðvar.Allar nánari upplýsingar um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Leigubílar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Þjóðgarðar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira