Lærði af mistökunum sem hún viðurkenndi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. september 2019 10:30 Sara Sturludóttir. „Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
„Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúðahverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mánuðum síðar að opnun verslunarinnar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viðurkenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásamlegri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jólagjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem aukastarfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent