Vilja stöðva fok á rusli Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2019 07:45 Kristinn Jónasson. Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira