Vilja stöðva fok á rusli Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2019 07:45 Kristinn Jónasson. Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Snæfellsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið áskorun Íslenska sjávarklasans og Bláa hersins um að koma í veg fyrir fok úr heimilissorptunnum. Sveitarfélagið mun í samvinnu við Gámaþjónustuna bjóða öllum íbúum upp á ókeypis festingar til að halda ruslatunnunum lokuðum. „Í þessari áskorun var bent á þá staðreynd að það gerist stundum að það komi vindur á Íslandi sem veldur því að það getur fokið upp úr ruslatunnunum hjá fólki. Við tókum bara þessari áskorun og finnst bara gott að fá þessa vakningu frá þeim,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast ókeypis festingar hjá Gámaþjónustunni í Ólafsvík. Kristinn segir lausnina einfalda og þægilega en um er að ræða teygju auk festinga. „Það er einhver fjöldi hérna sem hefur þegar gert þetta en við erum bara að ýta undir að fleiri geri þetta.“ Kristinn segir að flestir í sveitarfélaginu hafi fengi sér festingar fyrir sjálfar tunnurnar svo þær fjúki ekki á haf út. „En það er ekki gott ef lokið fýkur upp og ruslið svo úr tunnunni. Við höfum séð það gerast þótt það sé ekkert í stórkostlegu magni.“ Bæjarstjórinn segist bjartsýnn á að sem flestir komi og sæki sér festingar. „Fólki hér er mjög umhugað um umhverfi sitt þannig að ég á von á mjög góðum viðtökum. Nú er að koma haust og fínt að fara í þetta en við viljum auðvitað gera allt til að fanga sorpið svo það fari þangað sem það á að fara. Þetta er einn liður í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira