Fór ekki út úr húsi án hárkollunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 10:20 Sara gekk á tímabili með húfu heima hjá sér vegna þess að hún vildi ekki sjá sig sköllótta í speglinum. Stöð 2 Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. Í dag tekur hún hins vegar þátt í ljósmyndasýningu þar sem hún sýnir bæði örin og örstutt hárið sem er að koma aftur eftir krabbameinsmeðferð. Þetta er ein af sögunum sem við heyrum í Íslandi í dag í tengslum við ljósmyndasýninguna „Skapa örin manninn“ á vegum Krafts. Ljósmyndasýningin er í tilefni af 20 ára afmæli Krafts en á myndunum er raunveruleiki nokkurra ungmenna sem hafa greinst með krabbamein fangaður. Á myndunum sýna þau örin sín eða bert, hárlaust höfuðið sem oft fylgir krabbameinsmeðferð. Ljósmyndarinn Kári Sverrisson tók myndirnar og hafði frumkvæði að sýningunni. „Ég greindist fyrst í ágúst 2017, þá greindist ég með Hopkins, eitlafrumukrabbamein og fór þá í meðferð í sex mánuði. [Þá] átti ég að vera laus en því miður kom það aftur upp núna í janúar. Ég er í meðferð við því eins og stendur við því, þannig vonandi tekst það á endanum,“ segir Sara Snorradóttir, fyrirsæta í sýningunni. Sara missti hárið alveg í seinni meðferðinni sinni og hún segir það hafa verið virkilega erfitt. Hárið hafi verið stór partur af sjálfsmynd hennar og hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að takast á við hármissinn.Hún hefur falið hárleysið með því að vera með hárkollu frá því hún missti hárið. „Ég gat ekki falið krabbameinið. Ég var svo stressuð í rauninni yfir því að geta ekki haldið áfram að fela það en hárkollan í raun og veru bjargað því og fólk tók ekki eftir því að ég væri með hárkollu,“ segir Sara. Hún fór aldrei út úr húsi án þess að vera annað hvort með hárkollu eða húfu. Auk þess gekk hún um með húfu heima hjá sér, henni var kalt og þótti óþægilegt að sjá sjálfa sig í speglinum.Hulda segist vera mjög stolt af félagsmönnunum sem sátu fyrir í ljósmyndasýningunni.Stöð 2„Mér fannst að fara út með hárkolluna þá gat ég falið það, þá gat ég verið bara ég, Sara, gamla Sara, ekki Sara sem var stimpluð með krabbamein og það var svolítið gott því að fólk vildi kannski viðhalda einhverri vorkunnsemi við mann af því maður var með krabbamein,“ segir hún. Hún vildi bara fá að vera hún sjálf, gamla Sara, en ekki Sara með krabbameinsstimpil á enninu sem allir finndu sig knúna til að vorkenna. „Þú situr kannski heima og ert að hugsa um þetta allan daginn. Svo hefurðu þig út og gerir eitthvað skemmtilegt en þá vilja allir tala um þetta við þig. Þá viltu kannski frekar fá að vera bara „ég“ og hafa gaman,“ segir Sara. Hún vill að fólk horfi á sýninguna og sjái að þetta fólk, sem hefur svona „svakalega sögu“, sem manneskjur. „Ég er bara ég og þau eru bara þau.“Ljósmyndasýningin er til sýnist fyrir framan Hörpu.stöð 2Framkvæmdarstjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, er stolt af þátttakendunum og sýningunni sem sýna mikið hugrekki með því að koma fram á sýningunni svona berskjölduð. „Við erum ótrúlega stolt af því að fá að vera með hana til sýnis hér fyrir utan Hörpu og fá að starfa með svona ótrúlega hæfileikaríku fólki eins og Kára Sverris og þeim sem koma að sýningunni.“ „Það er það sem við hjá Krafti höfum mikið verið að standa fyrir er að tala opinskátt um veikindin, um hlutina eins og þeir eru og að við getum komið til dyranna eins og við erum klædd. Við eigum ekki að þurfa að fela örin okkar eða að við séum sköllótt eða með einn fót út af því að þetta er vitnisburður um okkar sigra og í rauninni að við séum á lífi,“ segir Hulda. Ísland í dag Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. Í dag tekur hún hins vegar þátt í ljósmyndasýningu þar sem hún sýnir bæði örin og örstutt hárið sem er að koma aftur eftir krabbameinsmeðferð. Þetta er ein af sögunum sem við heyrum í Íslandi í dag í tengslum við ljósmyndasýninguna „Skapa örin manninn“ á vegum Krafts. Ljósmyndasýningin er í tilefni af 20 ára afmæli Krafts en á myndunum er raunveruleiki nokkurra ungmenna sem hafa greinst með krabbamein fangaður. Á myndunum sýna þau örin sín eða bert, hárlaust höfuðið sem oft fylgir krabbameinsmeðferð. Ljósmyndarinn Kári Sverrisson tók myndirnar og hafði frumkvæði að sýningunni. „Ég greindist fyrst í ágúst 2017, þá greindist ég með Hopkins, eitlafrumukrabbamein og fór þá í meðferð í sex mánuði. [Þá] átti ég að vera laus en því miður kom það aftur upp núna í janúar. Ég er í meðferð við því eins og stendur við því, þannig vonandi tekst það á endanum,“ segir Sara Snorradóttir, fyrirsæta í sýningunni. Sara missti hárið alveg í seinni meðferðinni sinni og hún segir það hafa verið virkilega erfitt. Hárið hafi verið stór partur af sjálfsmynd hennar og hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að takast á við hármissinn.Hún hefur falið hárleysið með því að vera með hárkollu frá því hún missti hárið. „Ég gat ekki falið krabbameinið. Ég var svo stressuð í rauninni yfir því að geta ekki haldið áfram að fela það en hárkollan í raun og veru bjargað því og fólk tók ekki eftir því að ég væri með hárkollu,“ segir Sara. Hún fór aldrei út úr húsi án þess að vera annað hvort með hárkollu eða húfu. Auk þess gekk hún um með húfu heima hjá sér, henni var kalt og þótti óþægilegt að sjá sjálfa sig í speglinum.Hulda segist vera mjög stolt af félagsmönnunum sem sátu fyrir í ljósmyndasýningunni.Stöð 2„Mér fannst að fara út með hárkolluna þá gat ég falið það, þá gat ég verið bara ég, Sara, gamla Sara, ekki Sara sem var stimpluð með krabbamein og það var svolítið gott því að fólk vildi kannski viðhalda einhverri vorkunnsemi við mann af því maður var með krabbamein,“ segir hún. Hún vildi bara fá að vera hún sjálf, gamla Sara, en ekki Sara með krabbameinsstimpil á enninu sem allir finndu sig knúna til að vorkenna. „Þú situr kannski heima og ert að hugsa um þetta allan daginn. Svo hefurðu þig út og gerir eitthvað skemmtilegt en þá vilja allir tala um þetta við þig. Þá viltu kannski frekar fá að vera bara „ég“ og hafa gaman,“ segir Sara. Hún vill að fólk horfi á sýninguna og sjái að þetta fólk, sem hefur svona „svakalega sögu“, sem manneskjur. „Ég er bara ég og þau eru bara þau.“Ljósmyndasýningin er til sýnist fyrir framan Hörpu.stöð 2Framkvæmdarstjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, er stolt af þátttakendunum og sýningunni sem sýna mikið hugrekki með því að koma fram á sýningunni svona berskjölduð. „Við erum ótrúlega stolt af því að fá að vera með hana til sýnis hér fyrir utan Hörpu og fá að starfa með svona ótrúlega hæfileikaríku fólki eins og Kára Sverris og þeim sem koma að sýningunni.“ „Það er það sem við hjá Krafti höfum mikið verið að standa fyrir er að tala opinskátt um veikindin, um hlutina eins og þeir eru og að við getum komið til dyranna eins og við erum klædd. Við eigum ekki að þurfa að fela örin okkar eða að við séum sköllótt eða með einn fót út af því að þetta er vitnisburður um okkar sigra og í rauninni að við séum á lífi,“ segir Hulda.
Ísland í dag Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira