Alfreð var í byrjunarliði Augsburg eftir að hafa misst af síðustu leikjum íslenska landsliðsins vegna meiðsla. Framherjinn knái var greinilega sprækur en hann spilaði allan leikinn í liði Augsburg í dag.
Alfreð lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Marco Richter á 35. mínútu. Florian Niederlechner kom Augsburg svo í 2-0 áður en fyrri hálfleikur var úti. Gonçalo Paciência minnkaði muninn fyrir Frankfurt þegar 17 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en nær komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1 Augsburg í vil.
Þetta var fyrsti sigur Augsburg á leiktíðinni en liðið er í 14. sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. Frankfurt er í því áttunda með sex stig.
Þá gerði Borussia Dortmund sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen 4-0 á heimavelli þar sem Marco Reus skoraði tvívegis ásmat því að Paco Alcácer og Raphaël Guerreiro skoruðu sitt hvort markið. Þá mætast Bayern München og RB Leipzig í síðasta leik dagsins klukkan 17:30.
Önnur úrslit
Köln 0-1 Borussia M'gladbach
Union Berlin 1-2 Werder Bremen
Mainz 2-1 Hertha Berlin
