Neymar fékk óblíðar móttökur frá eigin stuðningsmönnum og svaraði með hjólhesti Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:00 Stuðningsmenn PSG veita engan afslátt vísir/getty Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Sjá meira
Brasilíska ofurstjarnan Neymar sneri aftur í lið frönsku meistaranna í PSG í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að Neymar sé umdeildur í París um þessar mundir eftir framkomu sína gagnvart félaginu í sumar þegar hann reyndi allt hvað hann gat til að komast burt. Stuðningsmenn PSG eru með þeim allra hörðustu í bransanum og þeir virðast ekki ætla að taka Neymar í sátt í bráð eins og mátti augljóslega sjá á Parc des Princes leikvangnum í gær. Fyrir leik héngu borðar með ljótum skilaboðum til Neymar og fjölskyldu hans á meðal PSG Ultras. Þar á meðal voru skilaboð til föður Neymar að hann ætti að selja son sinn í Vila Mimosa sem er eitt alræmdasta vændishverfið í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu. „20 milljónir evra til að fara til Messi. Við viljum ekki fleiri hórur í París,“ stóð á öðrum borða þar sem stuðningsmenn PSG vísa til þess að Neymar bauðst til að borga sjálfur 20 milljónir evra til að liðka fyrir félagaskiptum til Barcelona í sumar. Full clip of the Neymar goal, look at his calm celebration PSG ultras went quiet pic.twitter.com/Zd4AXAErEe — mx (@LeooMessi10i) September 14, 2019Svaraði með hjólhestaspyrnuÞó Neymar sé umdeildur meðal fótboltaáhugamanna efast líklega enginn um hæfileika kappans og hann svaraði svo sannarlega fyrir sig inn á vellinum í gær þar sem hann tryggði PSG 1-0 sigur með því að skora með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma. Neymar mætti svo í viðtöl eftir leik og kvartaði ekkert yfir móttökunum sem hann fékk á eigin heimavelli. Þvert á móti sagðist hann gera sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir stuðningsmenn PSG að standa á bak við sig. „Ég skil þessi viðbrögð og ég veit að þetta er erfitt fyrir þá. Ég hef engin sérstök skilaboð til þeirra. Ég er vanur því að það sé púað á mig. Nú er hver leikur fyrir mig eins og útileikur sem er synd því ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum PSG,“ sagði Neymar meðal annars.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar óskar eftir sölu Brasilíumaðurinn vill komast frá frönsku meisturunum. 15. júlí 2019 23:00 Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00 Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18 Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00 Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Sjá meira
Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar. 12. ágúst 2019 17:00
Neymar var tilbúinn að borga með skiptunum til Barcelona en nú verður hann áfram hjá PSG Neymar hefur samþykkt það að vera áfram hjá Parísar-liðinu eftir að samningaviðræður PSG og Barcelona runnu út í sandinn. 31. ágúst 2019 21:18
Neymar tilbúinn að lækka sig um fimmtán milljónir evra í launum til þess að ganga í raðir Barcelona Neymar er reiðubúinn að taka á sig launalækkun upp á fimmtán milljónir evra til þess að ganga í raðir Barcelona í sumarglugganum 16. ágúst 2019 09:00
Neymar sneri aftur í lið PSG og tryggði því sigur með glæsilegu marki Neymar lék sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í fjóra mánuði og skoraði sigurmarkið gegn Strasbourg. 14. september 2019 17:37