Landsátak í söfnun birkifræja: Landsmenn láti gott af sér leiða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 12:45 Landgræðsla ríkisins, Hekluskógar og Olís standa að landsátakinu. fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira